Vera


Vera - 01.02.2003, Síða 52

Vera - 01.02.2003, Síða 52
Þar sem bestu blómin gróa Þórunn Þórsdóttir Guðrún Vilmundardóttir dramatúrg í Borgarleikhúsinu »Einstaklega skemmtileg, er fyrsta lýsing Guðrúnar Vilmundardóttur leiklistarráðu- nauts Borgarleikhússins á vinnu sinni. Hún felst í að lesa ný og gömul leikrit, erlend og íslensk, ýmist tilbúin eða þurfandi fyrir athugasemd- ir og breytingar. Þessi lestur og aðild að verkefnavali leikhússins er starf Guðrúnar með Hafliða Arngrímssyni dramatúrg og Guðjóni Ped- ersen, Gíó, leikhússtjóra. Guðrún kemur að fleiri atriðum; stundum æfingum þar sem sem þýða þarf texta, stytta eða staðfæra, útgáfu á leikskrám, skipulagi málfunda og alls konar verkefnum öðrum í leik- húsinu. Svo er hún sjálf að fást við þýðingar. Bæði á leikritum, eins og Jóni og Hólmfríði sem nú er á fjölunum, og bókum eins og Undrun og skjálfta eftir Amélie Nothomb, sem út kom í neon-klúbbi bókaforlags- ins Bjarts í haust. „Leikhúsið er vinnan mín og mikið uppáhald," segir Guðrún, „og bækurnar helsta áhugamálið." 52 / dramatúrg / 1. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.