Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 24
6
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Myrkvið Vínlands víkings höndin
veitti fimbulhögg um löndin,
hlynir féllu háum skelli
hans á nýju landnámsjörð.
Þar varð rjóður, bjálkabýli,
brautryðjandans fyrsta skýli,
glatt af vonum góðrar konu:
gimsteinsins í vorri hjörð.
Hún varð landnáms sterka stoðin,
stærri verka fyrirboðinn:
Betri framtíð falin samtíð
fann og skildi’ hún kjör við hörð.
Margs er hér að minnast, geyma,
muna, rifja upp og dreyma
þegar ómar allra hljóma
íslenzkuna á vængjum bar
yfir skóga, vöitn og velli,
var þá sem á Helgafelli
dans og glíma, rauluð ríma,
rokkur inni þeyttur var.
Saman stilt í Sjafnar geði
Sumarmál og Jöfragleði.
Þá var andans líf í landi
landans fyrir handan mar.
Minning leiftrar logarúnum
lýðsins fyrsta úr ættartúnum,
þrek og hreysti, þraut sem leysti
þunga — eða helgveg tróð.
Oss er skylda æ að geyma
afrek hans og vonarheima
lofsöng hærri, launum stærri
litlum varða, er minning hlóð.
Mörg var landans sorgarsaga,
samt í skuggsjá vorra daga,
íslands ljómi, okkar sómi,
er vor horfna landnáms þjóð.