Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 25
SPORIN FRÁ 1875
J
Hún var þroski þrunginn seiglu,
þjóðargull í landsins deiglu,
sviklaus kynning, sígild minning,
sótt í fornan hetjuþrótt.
Hennar lifi landnámssaga
lofi þjóðar íslands daga.
Hún er hjartans blysið bjarta
brugðið yfir vora nótt. —
ísland vestra átti að geyma
óðalsríki líkt og heima,
þar sem tungan eilíf-unga
öflugt syngi líf í drótt.
Sveita og borga brautryðjendur!
brags og söngva nýjar iendur
unnuð þér í vesturveri
vögguland að helga og dá.
Það var ykkar segin saga
sumarnótt og vetrardaga:
ættarlandi og bræðrabandi
blómsveig knýta eilífð hjá. —
Geymd skal djúpt í hug og hjarta
heimi morgunroðans bjarta
ykkar kynning, mætust minning,
meðan íslenzk hjörtu slá.
ii.
Árið 1875 markar glegstu, dýpstu, og
íyrstu framtíðar sporin í nýlendu-
myndun Islendinga vestan hafs. Það
ár gerðu þeir fjórar nýlendur að bæki-
stöð sinni: Markland í Nýja Skotlandi
t Canada, Minneota í Minnesota ríki
í Bandaríkjunum, Winnipeg í Mani-
toba-fylki í Canada og Nýja Island,
fimmtíu enskum mílum norður af
Winnipeg, og sem nú er í sama fylki en
var fyrrum talið til Keewatin héraðs-
ins.
Allar sögur eiga uppruna sinn í
Boldi og jörð, þótt andinn sé ómiss-
andi, er svífur yfir vötnum hugans og
býr til seinna meir ævintýrin úr hálf-
gleymdum minningum atburðanna.
En áður en lengra er haldið áleiðis
með þetta örstutta yfirlit frá 1875, þar
sem nær því öllum nöfnum er gleymt,
mun réttast að nefna á nafn útflutn-
ingsárin fyrstu, því þótt þau ekki þurfi
nauðsynlega að standa í sambandi við
þetta ár, þá eru þau þó í eðli sínu byrj-
un útflutninganna er sýndu heima-
mönnum svart á hvítu, að það var
alveg eins hægt að duga eða drepast í
útlöndum eins og heima hjá sér.