Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 31
SPORIN FRÁ 1875
13
bújarða sinna einnig með harðfengi
og dugnaði numið Winnipegvatn til
veiða, þótt sá talsháttur sé máske ekki
í gildi.
Samtvinnuð nýlendunni í Nýja Is-
landi, er bygð Islendinga í Winnipeg,
sem hefst nokkurum dögum á undan
hinni og er því í raun réttri þriðja ný-
lendumyndun landanna þetta ár og
Nýja Island sú ijórða. Borgarbygð þessi
hefur nú urn langan aldur hýst fjöl-
mennasta hóp íslendinga vestan hafs,
og þaðan hafa bæði tærir og leirugir
straumar streymt til smærri bygðanna,
sem eru sömu lögum háðar. Að sönnu
ætlaði allur hópurinn sér til sinnar fyr-
irhuguðu og völdu nýlendu við Winni-
peg vatn, sem beið þeirra með köldum,
opnum örmum um sextíu mílum norð-
ar, þar sem Gimli-bær stendur nú, þótt
lengra norðar á bóginn hefði áætlunin
náð. En þegar formaður hópsins, John
Taylor, varð þess vís í Winnipeg, að
ekkert hafði verið heyjað í nýlendunni
um sumarið eins og um hafði verið sam-
ið, og því óðs manns æði, að reka kýr
til nýlendunnar eins og ráðgert hafði
verið, þá gerði hann alt sem í valdi
hans stóð til að fá sem flesta unglinga,
lausamenn og ungar stúlkur til að fá
sér vistir í Winnipeg og grendinni og
hjálpaði þeim til þess. Munu um 50
til 85 manns af þessum 285 manna hóp,
er vestur fór, orðið eftir í Winnipeg
°g líklega eitthvað af því verið hjón,
þótt fá hafi þau verið, því húsaskortur
var þá mikill í þessum unga bæ. Full
sönnun er þó ekki fyrir hendi um tölu
þeirra, sem urðu eftir í Winnipeg, en
fyrir hóps-tölunni, eru óyggjandi
heimildir.
Árið eftir, 1876, þegar nálægt tólf
hundruð Islendinga fluttu frá Islandi
til Nýja Islands undir handleiðslu Sig-
tryggs Jónassonar, bættust sumir Is-
lendingar í Winnipeg í hópinn en aðr-
ir urðu eftir í þeirra stað, og fram á
þennan dag, hafa engar tvær íslenzkar
nýlendur í Vesturheimi, verið eins sam-
rýmdar og þær. 1 þeim hefjast fyrstu
blaðaútgáfur Vestmanna: Framfari í
Nýja Islandi 1877, var Halldór Briem
kandídat lengst af ritstjórinn en Sig-
tryggur Jónasson fyrst og seinast. Var
það blað myndað af hlutafélagi og
hætti að koma út 1880. 1 Winnipeg
stofnaði Helgi Jónsson Austfirðingur
blaðið Leif 1883 og var eigandi þess
og ritstjóri. Það hætti að koma út 1886.
Næsta útgáfa í Winnipeg er Samein-
ingin, er séra Jón Bjarnason stofnaði
og var ritstjóri að alla ævi. Hún kom
fyrst út í marzmánuði 1886. Þetta sama
ár, 9. september, stofnar Frímann B.
Arngrímsson Heimskringlu og er fyrsti
ritstjóri hennar, en 14. janúar 1888
kemur út fyrsta blað Lögbergs og er
Einar Hjörleifsson Kvaran ritstjórinn.
Allir þessir ritstjórar, sem hér hafa
verið nefndir eru látnir en útgáfurnar
þrjár síðast nefndu, eru enn við lýði í
Winnipeg og gengur það kraftaverki
næst, því nú fækkar óðum hinum eldri
stoðum, bæði þar og í bygðunum. En á
þessu sést þó, að margt hinna yngri
manna og kvenna heldur enn þá tryggð
við tungu feðranna, þótt óðum fjúki
nú í fornu skjólin, er mesta hlýjuna
geymdu.
IV
Þrátt fyrir axarsköft okkar, sem ó-
kunnugleikinn og þekkingarleysið olli,
auk fífldirfsku og fyrirhyggjuleysis á
fyrstu árunum í Canada, þá eigum við
alt af sömu söguna þegar til heildar-