Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 34
16
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
skilningi — eins og Stephan G. kemst
að orði í Andvökum, I.,49. En þetta
er víst óumbreytanleg heimssaga, er
ekkert þýðir að mögla um, enda virð-
ist líklegast, að hversu sterkar skorður,
sem reistar hefðu verið hér í öndverðu
að viðhaldi íslenzkrar tungu, þá væru
flestar þeirra lausar eða brotnar nú.
Samt sem áður skópu Islendingar í
Vesturheimi ofurlitla alíslenzka, and-
lega nýlendu, sem frá byrjun til enda
verður eign þjóðarinnar heima en ekki
þeirra afkomenda okkar hér, sem ein-
ungis mæla á enska tungu og skilja þvi
aldrei hina dýpstu strengleika Islend-
ings eðlisins, því þeir eru tengdir tung-
unni rniklu dýpra og ná langtum
lengra og hærra en orðin herma og
ómurinn nær. Þeir eru mál hjartans
eins og ástin, góðgirnin, trúin og von-
in. En því tungutaki virðast margir
ekki ná nú á hinum síðustu vítisvéla
árum, þar sem gullmölunar- og salt-
kvörninni er alt af snúið hraðara, þar
til skipið sekkur eins og forðum daga
— ef mannvit, miskunn og framsýni ná
þar ekki yfirtökum og láta Fenju og
Menju hætta möluninni. — Mannkyn-
ið virðist ekki skilja það enn, að kyn-
slóðirnar, sem lifa í hatursheimi í
hverri styrjöldinni og í hræðsluheimi
á milli heimstríðanna, glata svo miklu
af því bezta og fegursta í hugsun sinni,
að jafnvel blessuð æskan getur breyzt
í úlfana, sem ævintýrin segja frá.
Nú er að miklu leyti af sem áður var,
þegar móðurmálið hljómaði jafnt á
Jónsmessunótt og á jólum eins og
englasöngvar yfir öllum bygðum Is-
lendinga vestan hafs, og barnsraddirn-
ar fylgdust með þeim öldnu í lofsöng-
um íslenzkrar tungu.
Sporin frá 1875 mynduðu glegstu
troðningana, er síðar urðu að aðalgöt-
um Islendinga í Vesturheimi, sem nú
að sönnu, eru ekki eins glöggar né fjöl-
farnar og fyrir fimtíu árum síðan, þeg-
ar íslenzkan hljómaði enn þá víðast
hvar rneðal þeirra eins og lofsöngvar
— jafnvel þegar þeir voru reiðir og
sögðu ljótt. Þá fanst þeim, er þetta rit-
ar, að hann flytja að heiman inn í ann-
að íslenzkt umhverfi í Winnipeg, og
þó síðar í enn þá rammíslenzkara í
Nýja íslandi.
Þeir dagar eru liðnir og koma aldrei
aftur.
Samt mun lengi lifa eystra og vestra
lofsæl minning landnemanna íslenzku
í Vesturheimi, því þeir sýndu sjálfum
sér, þjóðunum hér og frændþjóðinni
heima, að þeir voru menn með mönn-
um og svo mikið og gott í þá marga
spunnið, að Island má vel við una.
\