Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 35
DR. STEFÁN EINARSSON
VESTUR-ÍSLENZKIR RITHÖFUNDAR
í LAUSU MÁLI
1. Þótt Islendingar væru allslausir,
er þeir komu vestur um haf, þá höfðu
þeir með sér bækur og löngun til lest-
urs og skrifta, svo sterka, að jafnvel
plága og manndauði fyrsta veturinn í
Nýja Islandi megnaði ekki að slökkva
hana. Þann sama vetur brutust þeir í
því að setja upp prentsmiðju hjá sér
og gefa út blaðið Framfara (10. sept.
1877 - 10. apr. 1880). Að vísu varð
blaðið skammlíft sökum illvígra
deilna um trúmál, sem þegar var far-
ið að brydda á í nýlendunni. Því þótt
Lirkjan þá þegar hefði tekið forustu
eigi aðeins um verndun trúarinnar,
heldur einnig um viðhald þjóðernis-
ins, þá varð hún nú í ameriska frelsinu
vígvöllur hinna ólíkustu skoðana, frá
staurblindu afturhaldi til rótttækustu
fríhyggju hinna nýju postula, Inger-
solls og Brandesar. Þannig atvikaðist
það, að kirkjan vestan hafs kom í stað
stjórnmálanna austan hafsins og það
með svipuðum árangri til góðs og ills.
Áð minnsta kosti hélt kirkjan og deil-
urnar mönnum vakandi í andlegum
málum, enda voru stirnir beztu kirkj-
unnar menn andlegir leiðtogar og rit-
höfundar.
Ekki er hægt að nefna hér nema fáa
eina af hinum beztu. Skal fyrstan telja
sr. Pál Þorláksson (1849-82), mjög ung-
an og mjög íhaldssaman guðfræðing,
l^erðan af afturhaldssamasta kirkjufé-
lagi Þjóðverja og Norðmanna þar á
miðvesturs-sléttunum. Þessi skammlífi
prestur gerði svo mikið fyrir landnem-
ana í Norður Dakóta, að hann varð
næstum að helgum manni í minningu
þeirra. En fremstur allra var sr. Jón
Bjarnason (1845-1914), brjóst og skjöld-
ur fyrir hinni Evangelisku Lútersku
kirkju. Töldu margir hann ókrýndan
konung landa sinna, og víst með réttu.
Enginn samtíðarmanna hans komst
nálægt því, eigi heldur neinn eftir-
manna hans. Sr. Jón var lærður heima
á Islandi og var í öndverðu miklu
frjálslyndari í trúmálum en sr. Páll;
með árunum jókst íhaldssemi hans.
Vinur hans og samverkamaður var sr.
Friðrik J. Bergmann (1858-1918) og
góður rithöfundur; hann gerðist upp
úr aldamótum talsmaður “nýju guð-
fræðinnar” sem þá var farin að gera
vart við sig heima á Islandi. Sr. Friðrik
var andlega skyldur Einari H. Kvaran,
vini sínum. I annan stað risu Únítarar
snemma gegn rétttrúnaði sr. Jóns
Bjarnasonar, mun sr. Magnús J.
Skaptason (1850-1932) hafa verið leið-
togi þeirra fyrir aldamót. Af síðari
tírna kirkju-leiðtogum var Rögnvaldur
Pétursson (1877-1940) tvímælalaust
fremstur. Hann var frjálslyndur únítari
og eldheitur þjóðræknissinni, enda
mestur leiðtogi í Þjóðræknismálum á
sinni tíð.