Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 40
22
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
þá þjóðkunnir, byrjuðu að skrifa vest-
an hafs. Þannig reit Torfhildur Hólm
Brynjólf Sveinsson (1882) og Eldingu
(1889) vestra, og komu bæði út vestan
hafs. Jón Ólafsson lét hina realistisku
skáldsögu sína Eyvind (1878) gerast
vestan hafs a.n.l., fjallaði liún um
kvennfrelsi, en Jón hafði verið vestra á
árunum 1873-5 og var þar annað sinn
1890-97. Og Einar Hjörleifsson (Kvar-
an) skrifaði fyrstu snildarsögu sína,
Vonir (1890) í Winnfpeg um hreint
Vestur-íslenzkt efni.
Þessi verk stóðu auðvitað langt
framar hinum fálmandi tilraunum
sumra landnemanna. Þær tilraunir
gátu minnt á Pilt og stúlku eftir Jón
Thoroddsen, eins og Dalurinn minn
(1895) eftir Þorstein Jóhannesson (1837
-1918), eða jafnvel Mannamun Jóns
Mýrdals, eins og “Ólafur og Kristín” í
Ljóð og saga (1923) og “Grísir gjalda”
í Ljóð og saga (1927), báðar eftir Jón
Stefánsson (1861-1939). Af þessum
tveim er “Grísir gjalda” skárri; hún er
skrifuð út af systkinaást eins og Upp
við Fossa eftir Þorgils Gjallanda.
Þetta virðast þá vera stælingar á
skáldsögum, en Misskilningur (1919)
eftir J. H. Líndal (1850-1920) sýnist
vera dulbúin sjálfsæfisaga. Vegna
skáldsöguformsins nær hún ekki hrein-
um æfisöguverkum eins og Æfisögu
Sigurðar Ingjaldsonar frá Balaskarði
(1913-33) eftir sjálfan hann (1845-19?)
eða Endurminningum Friðriks Guð-
mundssonar (1932-35) (1861-?), svo að
nefndar séu tvær hinar merkustu.
Ekki þarf að taka það fram að ofan-
nefndar sögur eru snauðar að bók-
menntagildi, og að þær sýna engin
merki raunsæisstefnunnar. Mjög lítil
merki hennar sjást líka í smásögum
Kristjáns Ásgeirs Benediktssonar (dul-
nefni: Snær Snæland, 1860-1924). Hann
var norðlenzkur, Möðruvellingur
(1885). Vestra fékkst hann mest við
blaðamennsku í Winnipeg.
Hann skrifaði nokkrar smásögur, og
mun “Ljósið í hríðinni” vera skást
(öldin 1895). Allar gerðust þær heima
á Islandi. “Valið” hét saga, nokkuð
lengri en hinar; í henni segir frá
stúlku, sem biður sér manns, þvert á
móti guðs og manna lögum; mun höf-
undi hafa þótt þetta allróttækt sögu-
efni.
5. Þegar kemur að Gunnsteini
Eyjólfssyni (1866-1910) verður ekki
lengur vafizt í því að andinn er rót-
tæk raunsæisstefna. Gunnsteinn var
Austfirðingur, fæddur á Unaósi á Út-
héraði; hann var tíu ára, þegar hann
fluttist með foreldrum sínum til Nýja-
Islands. Þar ólst hann upp, varð góð-
ur bóndi og kaupmaður og mikilsvirt-
ur borgari sveitar sinnar til dauðadags.
Hann var sjálfmenntaður maður, sem
vonum bráðar lærðist að finna við-
kvæmri listamannslund útrás í smá-
sögum og tónlist.
Fyrsta saga hans (nóvelettan) Elen-
óra (1894) segir frá því, hversu stúlka
frá Nýja-lslandi fer í hundana í Win-
nipeg. Ekki vantar söguna beiskju í
garð máttarstólpa þjóðfélagsins í Win-
nipeg, en listin verður ekki að sama
skapi tamin. Svipað er að segja um
“Ameríska gestrisni” (í Sögusafni Þjóð-
ólfs 1894), er á að sýna gæsalappaða
gestrisni prests. Ádeila Gunnsteins er
betri í þáttum þeim þremur, er hann
vígir ný-íslenzka borgaranum Jóni á
Strympu, en þættir þeir heita: “Hvern-
ig eg yfirbugaði sveitaráðið” (Svava
1897), “Islenzk þröngsýni” (Eimreið