Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 42
24
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÆLAGS ISLENDINGA
í Winnipeg 1888. Síðan komu Sögur og
kvæði (1892) og Ljóðmæli (1898). Eft-
ir það kom fjöldi kvæða í blöðum og
tímaritum, en þeim hefur aldrei ver-
ið safnað í bók.
Fyrsta kver höfundar var að vonurn
með nokkru unggæðisbragði en sýndi
þó hvað verða vildi um þroska hans.
Ljóðmælin voru betri: “Grímur á
Grund” og “Islenzkur sögunarkarl í
Vesturlieimi” voru skýrar myndir úr
æfi innflytjendanna. Ömurleikablær-
inn á sumum kvæðunum, og þó eink-
um ádeilutónninn, sýndi að höfundur
var nokkuð undir álrrifum realistanna
Einars Hjörleifssonar og Gests Páls-
sonar, er hann dáðist að, og, síðast en
ekki sízt, Stephans G. Stephanssonar.
Smásögur þær og greinar er hann
birti í Vestur-íslenzku blöðunum
frá 1890-1900 voru með sama marki
brenndar.*) Þær ná yfir tónsvið frá
nokkuð skarpri ádeilu til góðlátlegrar
glettni, en brátt kom það í ljós að á-
deilan var falskur tónn, sem átti hvergi
skylt við dýpsta eðli Magnúsar, en það
var góðvild hans til allra og hneigð til
rómantískra drauma sem ekki villtu
heimildir á sér þótt oft dubbaði hann
þá upp í búning veruleikans.
Hvert krókurinn vildi beygjast hafði
þegar komið í Ijós í leikritum þeim
hinum mörgu (alls 15 samkvæmt skrá
yfir islenzk leikrit eftir Lárus Sigur-
bjarnarson, Árbók Landsbókasafnsins),
*) I Heimskringlu “Drykkjumaðurinn” 9.
sept,—16. sept. 1891; “John Johnson Nr. 1—18”
23. sept. 1891; “Jón sterki” 30. sept. 1891;
“Hvernig þeir urðu vinir - - 21. okt. 1891;
“Bessabréf” 21. apr. —8. sept. 1894; “Hjóna-
djötullinn” 16. ág. -13. sept. 1895.
1 Lögbcrgi: “Jón Vesturfari” 25. júní 1896;
“Svikin” 18.—25. marz 1897; “Söfnuðurinn í
Þistilhverfi" 23. febr.-lO marz 1898.
er Magnús oft hljóp í að semja fyrir
nemendur sína. Þessir leikir gerðust
víst sjaldnast í Islendingabyggðum,
heldur í rómantískum fjarska: í Gran-
ada á Spáni, í hinni fornfrægu borg
Feneyjum, á Rússlandi, á Frakklandi
og á Þýzkalandi. Miklu nær veruleik-
anum sigldi hann þó í hinni fyrstu
skáldsögu sinni Eiríki Hanssyni, skáld-
sögu frá Nýja Skotlandi (1899-1903),
en þó var sú saga einnig í rómantísk-
um fjarska æskunnar og bar þegar
vott um tvo sterka þætti í skapgerð
Magnúsar: æfintýra-þrána og löngun-
ina til að fræða og kenna.
Eiríkur Hansson er sagan af íslenzk-
um dreng í Nýja Skotlandi og æfi hans
þar á meðal landa sinna og á vegum
Skota. Þar sem bókin er að miklu
leyti sjálfs æfisaga, hefur hún bæði
menningarsögulegt og sögulegt gildi.
Frásögninni bregður oft til barnslegr-
ar einfeldni; hún er venjulega fjörleg
og skemmtileg, en getur orðið helsti
langorð. Sagan minnir á David Copper-
field, bæði að gerð og líka í mannlýs-
ingum; kækir fólks eru notaðir á svip-
aðan liátt til að einkenna það. Sumt af
fólkinu minnir jafnvel á fólk í David
Copperfield: tvær ástríkar konur og
einn laga-mörður. Þar með er ekki sagt
að Magnús liafi ekki dregið fólk sitt
eftir því sem hann fann það á heiðum
Nýja Skotlands. I tilfinningasemi
bregður Magnúsi líka nokkuð í ætt til
Dickens.
Næsta saga Magnúsar, Brasilíufar-
arnir (1905-08) var hreinræktuð róm-
antísk skáldsaga (romance) eða reyfari
eins og landar Magnúsar austan hafs-
ins munu oft hafa kallað hana. Allt
frá dögum realismans og fram á þenn-
an dag hafa íslenzkir höfundar—eink-
um austan hafsins—haft ímugust á slík-