Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 45
VESTUR-ISLENZKIR RITHÖFUNDAR
27
Ste,phan G. Stephansson meiri stund á
efni og hugsjónir, en form. Til að
styðja hugsjónir sínar stofnaði Stephan
G. með öðrum vinum sínum — um
þrjátíu manns — íslenzkt menningar-
félag í N. Dakota (4. febrúar 1888-1893),
en ekki varð það mjög langlíft. Það var
stofnað eftir fyrirmynd svipaðs félags i
New York undir forustu Prófessors
Felix Adlers. Hafði það félag á stefnu-
skrá sinni: Mannúð, rannsókn og frelsi,
og mun Stephani hafa þótt að ekki
væri vanþörf á að ýta ofurlítið við þeim
ramrna anda rétttrúnaðar og íhalds,
sem klerkarnir voru staðráðnir að halda
söfnuðum sínum í. Sjálfur hélt Steph-
an (1889) fyrirlestur í félaginu um
R. S. Ingersoll einn af aðalpostulum
amerísku frjálshyggjunnar til angurs
og ásteytingar eigi aðeins fyrir klerk-
ana heldur og fyrir marga aðra kirkju-
kæra landa sína.
Þótt árin slæfðu brodd ádeilu Steph-
ans G., mest vegna þess að menn lærðu
að sjá að hann hafði haft á réttu að
standa, þá vék hann aldrei hársbreidd
frá róttækum skoðunum sínum, og
það ekki þótt þær leiddu hann stund-
um þvert úr braut almenningsálitsins
meðal landa sinna vestra, eins og á
styrjaldarárunum fyrri. En í raun og
veru var stjarna hans hækkandi allt til
sfiloka og það ekki aðeins heima á
fslandi heldur einnig meðal beztu
tttanna vestan hafsins, sem fúsir fetuðu
í fótspor hans.
Á meðal þeirra sem viljugir fylgdu
Stephani G. að málum voru tveir menn,
sem svipar saman að því leyti, að báðir
skrifuðu helzt leikrit í lausu máli. Að
vísu orti Guttormur J. Guttormsson
líka kvæði og Jóhannes P. Pálsson
skrifaði smásögur. Um hitt er þó
meira vert, sem markaði þeim bás fjarri
öllum öðrum, að þeir skrifuðu báðir í
symbólskum stíl, sem stundum gat
nálgast expressionisma (kjarnsæi). Sym-
bólisminn var, eins og fleiri bókmenta-
tízkur, sprottinn upp á Frakklandi og
var leikritaskáldið Maeterlinck mikill
fulltrúi hans. Er víst að bæði Guttorm-
ur ogjóhannes þekktu hann og lásu, en
hitt er heldur ekki ómögulegt að sym-
bólsku æfintýrin í “Ari” Stephans G.
hafi verið snortin af þessum sama anda.
8. Guttormur J. Guttormsson var
fæddur 21. nóvember 1878 við íslend-
ingafljót í Nýja-Islandi: hann einn
Vesturdslenzkra skálda var fæddur
vestan hafsins. Faðir hans var af fjöl-
mennri og vítt greindri ætt austanlands;
móðir hans var skáldmælt. Bæði for-
eldrarnir dóu langt fyrir aldur fram af
hungri og harðrétti frumbýlingsáranna,
svo að drengurinn varð að sjá um sig
sjálfur. I sjöunda bekk barnaskólans
Var lærdómurinn úti og piltur varð að
fara að vinna. Eftir að hafa fengist við
ýmsa hluti tók hann loks (1911) að búa
á föðurleifð sinni, kvæntist og eignaðist
börn og buru.
Þrátt fyrir búskapinn tók Guttormur
sér tíma til að lesa mikið, yrkja þrjár
ljóðabækur og skrifa safn af stuttum
leikritum Tíu leikrit (1930). Hafði
hann birt þau öll áður í dálkum Óðins,
og enn komu í því tímariti út “Bylting-
in” og “Líkblæjur” )1935-36). I Tíma-
riti Þjóðræknisfélagsins birti hann
“Skrifað fyrir leiksviðið” (1943) og
“Glæsivallahirðin” (1944) um Hitler
sáluga. 1 leikritaskrá Lárusar Sigur-
bjarnarsonar í Árbók Landsbókasafns-
ins 1948-49 eru enn talin tvö leikrit
eftir hann í handriti: “Grafarinn” og
“Óvænt heimsókn.” En Guttormur er
líka skemmtilegur greinarhöfundur,