Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 46
28
TÍMARIT ÞJ6ÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
eins og greinar lians “Frá landnáms-
öldinni” (1945) og “Kynni mín af Vest-
ur-íslenzkri hljómlist” (1946) sýna, og
má bæta því við, að leitun mun nú á
fyndnari penna en Guttormur stýrir í
greinum þessurn.
Greinin um Hljómlistina ber þess
vott, hve söngvinn maður Guttormur
hefur verið og hefur hann víst stutt að
því eigi alllítið að halda uppi sönglífi
í sveit sinni. Loks rná geta þess að
Guttormur á enn í handriti ferðasögu
til Islands, sem hann skrifaði um heim-
för sína 1939 er þjóðin heima bauð
þessu útlenda en þó rammíslenzka
skáldi sínu heim.
Þótt Guttormur gengi aldrei undan
því merki mannúðar og jafnaðar-
mennsku, sem Stephan G. hafði reist í
anda realismans, þá snörist hann
snemma andvígur gegn rithætti og stíl
realistanna og þóttist sjá þverbresti í
hugmyndum naturalistanna. Aftur á
móti vóru Æfintýri Andersens eftir hans
höfði og hann varð stórhrifinn af dul-
speki og symbólisma Williams Blake.
Hann dáðist líka að frönsku symbólist-
unum og leikritum Maeterlincks og í
dulrænum, hugrænum og hugvitssöm-
um smásögum Edgar Allan Poes þóttist
hann finna þá skáldlegu sköpunargáfu
er féll í smekk hans sjálfs. Stutt stund í
leikhúsi með nýtízku Ijósatækni færði
honum heim sanninn um það, að leik-
urinn á sviðinu væri sú listgrein, er lík-
legust væri til að skila hugmyndum
hans um veruleikann bak við veruleik-
ann sem ókvoluðustum til áhorfend-
anna.
Fyrsta leikrit Guttorms “Hinir höltu”
er hrein dæmisaga í leik (morality play)
um spillingu manns af auðsókn. Gull
er hinn mikli freistari mannsins, en
maðurinn táknast af limunum sem láta
leikast af Viti og Tilfinningu.
“Spegillinn” er töfraspegill, er sýnir
máttarstólpa þjóðfélagsins í réttu ljósi;
í “Byltingunni” breytir hræsni biskups
Djöflinum sjálfum, föður kapítalism-
ans, í bjartan engil Jafnaðarmennsk-
unnar.
Þessi leikrit eru þrungin þjóðfélags-
legri ádeilu, í þeirn rís Guttormur gegn
almenningsáliti síns eigin lands. En í
“Glæsivallahirðin” (1944) fylgir hann
samlöndum sínum og öllum hinum
vestrænu lýðríkjum í andstygð þeirra á
Hitler og öllu hans athæfi.
I “Ódauðleiki” ræðst Guttormur á
listamenn þá, sem hlaupa eftir smekk
fjöldans. Listamaðurinn verður að
drepa sál sína til þess að vinna frægð,
en—hafi hann enga sál, getur hann ekki
dáið og hrósar þá alveg spánnýjum
ódauðleika! Aftur á móti er “Skrifað
fyrir leiksviðið” engin ádeila, heldur
rannsókn á starfsaðferðum listamanns-
ins sjálfs, getu verks hans og tvíveðrungi
manneðlisins.
Annars fer því fjarri að ádeila á þjóð-
félag og listaraðferðir séu aðalviðfangs-
efni Guttorms. Á hurðir hans knýja
líka hin miklu viðfangsefni lífs og
dauða, maðurinn gegn örlögum sínum,
ást og hatur, æska gegn elli. 1 leikrit-
unum “Skugginn”, “Upprisan”, “Hring-
urinn”, og “Líkblæjan” kemur í Ijós
hin mikla tvísýni Guttorms; ást og hat-
ur eru honum tvær hliðar á sömu mynt,
sömuleiðis æska og elli,—jafnvel líf og'
dauði. Á svipaðan hátt er persóna
manns klofin og það er ekki lítils vert
að kannast við það; þessu lýsir hann >
“Þekktu sjálfan þig” sem vel má vera
bezti leikur höfundar.
“Llvar er sá vondi?” lætur glampa á
fleti góðs og ills í sama hlut á sviði