Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 53

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 53
VESTUR-ÍSLENZKIR RITHÖFUNDAR 35 kona hennar. Sumar sögurnar eru á- gætar, eins og t.d. “Hávamál á Vöð- um.” Loks má nefna aðra konu, Guðrúnu Tómasdóttur, ekkju Dr. Karls F. Bjarnasonar (Charles Barnason) í Hingham, Mass. Hún varð fyrst kunn fyrir sögur, er hún reit undir dul- nefninu Arnrún frá Felli í Eimreið og Iðunni. Hún var fædd 1886, kom vest- nr um haf 1917 og giftist; áður hafði hún verið hjúkrunarkona. Seinna skrifaði hún nokkrar smásögur fyrir Tímarit Þjóðræknisfélagsins. Beztu sögur hennar eru líklega “Rakel” (Ið- unn 1917) og “Steinar fyrir brauð” (Tímarit 1923). Það er eitthvað stutt °g hressilegt yfir stíl hennar. 13. Með einni undantekningu hef- ur yngri kynslóð Islendinga, sú sem ensku talar, ekki verið stórvirk í skáld- sagnagerð. Elztur Jmirra er mér vitanlega feyndu sig á að rita ensku var Baldur Jónsson (1887-1917). Hann var fæddur á Norðurlandi, en fékk menntun sína Vestan hafs. 1 Wesley College, Winni- Peg vann hann heiðurspening fyrir fráhæra kunnáttu í enskum bókmennt- Uln. Seinna varð hann kennari í Jóns hjarnasonar Akademy í Winnipeg. Skömmu síðar veiktist hann af tæringu °g var það sem hann átti ólifað æf- tnnar hjá ættingjum eða á heilsuhæl- inu í Ninette, Canada. veikindarárum sínum skrifaði hann bréf og riss í dálka blaðsins The IVynyard Advance í Saskatchewan. Að honum látnum birti ritstjóri blaðsins, B°gi Bjarnason, þessi skrif hans í litlu hveri sem bar hinn langa titil: Leaves Irom the unwritten Note-Book of an Idler, together with Letters written in a Cloister and dedicated to the Hearth (1919). Þetta eru stuttar huganir um liitt og annað, persónulegar oft hýrar i bragði en stundum slungnar trega- blandinni kýmni. Ekki lætur höfund- ur þó uppi leyndarmál sitt, tæring- una. Margar að hugununum eru um bækur án þess þó að bera liöfundinum það vitni að hann sé fyrst og fremst bókaormur. Útgefandi bókar þessarar, Bogi Bjarnason (1888-) hefur sjálfur gefið út þunnt kver af smásögum er hann kallar Sans the Grande Passion (1937), af því að engin þeirra er ástarsaga. Aft- ur á móti er ein um flug, því Bogi flaug sér til skemmtunar. Sögurnar hafði hann skrifað smámsaman í blöð sín. 14. Skáldkonan Laura Goodman Salverson ber höfuð og herðar yfir alla aðra, sem reynt hafa að skrifa skáldsögur á ensku. Hún var fædd í Winnipeg 9. desember 1890. Faðir hennar, Lárus Guðmundsson, var Borgfirðingur, en móðir hennar Is- firzk. Móðursystir Láru var móðir Sig- urðar Eggerz. Foreldrar Láru höfðu fluttst vestur skömmu eftir 1880; þau flæktust síðan víða: 1 Winnipeg, Duluth, Minnesota, og víðar. Þótt fá- tæk væri skorti þau ekki stolt fyrir hönd íslenzkra bókmennta, enda áttu þau til bókhneigðra manna að telja. Þetta stolt foreldranna vakti snemma löngun dótturinnar til að skrifa. “Eins og flestir Islendingar kusum við heldur bækur en brauð,” skrifar hún. Og þótt hún væri heilsulin tókst henni að ná nokkurri skólamenntun áður en hún gekk að eiga (1913) George Salverson, norskan pilt frá Montana. Hann var járnbrautarþjónn, og þurftu þau hjón því að flækjast víða meðfram brautun-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.