Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 54
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
3G
um. “Mér féll það happ í hlut að vera
næstum flækingur, við (foreldrar mín-
ir) skiftum svo oft um bústaði—og
sama hefur orðið uppi á teningum síð-
an eg giftist.” En það kom skáldkon-
unni vel að kynnast mörgu fólki, því
hún geymdi það í trúu minni.
Ókunnugt er mér hvenær kvæði
hennar komu fyrst á prent, en 1922
vann hún verðlaun fyrir beztu sögu úr
héröðum Vestur-Canada. Þetta var
“Hidden Fire” fyrsta smásaga hennar,
og kom hún samtímis út í allmörgum
blöðum og tímaritum. Eftir það komu
smásögur hennar eins og skæðadrífa í
Canada-blöðum, nokkrar voru þýddar
á íslenzku og komu í vestan-blöðunum,
þar á meðal “The Greater Gift” jóla-
saga, er prentuð var (Gjöfin meiri”) í
Vestan um haf. Surnar hinar stærri
skáldsögur hennar kornu líka fyrst út í
tímaritum, þannig kom The Dove í
The Canadian Home Joumal, The
Lord of the Silver Dragon kom í The
Western Home Monthly, en bæði The
Viking Heart og The Dragon komu í
norskum þýðingum í Skandinaven. Ein
skáldsagan, John Lind, kom aðeins út
í The Western Home Monthly.
Það var Víkingshjartað (1923) sem
vann henni fyrst almenningshylli og
virðingarsæti á bekk Canadiskra rit-
höfunda. I þessari sögu lýsir hún æfi
innflytjendanna í Nýj Islandi og Win-
nipeg, frá landnámstíð fram yfir styrj-
öldina fyrstu.
Þar sem Guðrún H. Finnsdóttir
skrifar frá sjónarmiði kynslóðarinnar
sem er að deyja út, skrifar Lára frá
sjónarhóli hinnar fyrstu ensku kyn-
slóðar. I sögum hennar á þessi kynslóð
framtíðina fyrir sér, en sú gamla hverf-
ur nokkuð í skugga, þótt varla verði
sagt að Lára taki ’ekki fullt tillit til
hennar. Fyrsti kapítulinn, sem gerist á
Islandi og lýsir eldgosunum og hallær-
inu sem rekur fólkið úr landi, getur
stundum sýnt ókunnugleika á högum
og háttum austan hafsins. Aftur á
móti virðist skáldkonan vera í heima-
högum, þegar hún lýsir æfi landnem-
anna í Nýja Islandi, hörmungum
þeirra og hetjuskap, vonum þeirra og
afrekum. 1 bókinni mætir oss kirkju-
höfðinginn sr. Jón Bjarnason undir
nafninu sr. Bjarni Jónsson. Þó er sag-
an ekki um hann heldur hina fátækari
landnema, sem urðu að hafa sig alla
við til að eignast skák af landi og koma
börnum sínum til manns og mennta.
En menntirnar voru Jsrep í stiga, er
leiddi börnin upp í “hærri” stétt liins
Canadiska þjóðfélags. Og þó að börn-
unum væri eigi varnað uppgöngu þá
var foreldrunum bannað, og því oft
ekki annað fyrir dyrum, að fenginni
menntun, en sár upplausn fjölskyld-
unnar. Þá kom styrjöldin mikla og
krafði fyrstu blóðfórnar sinnar af
friðsömum landnemunum. En þessar
nýju fórnir bundu landnemana að lok-
um, á sál og líkama, við hina nýju
jörð er nú geymdi lík barna þeirra.
Þeir höfðu goldið hinn síðasta eyri
fyrir þegnrétti sínum og áttu þá loks
landið til fulls.
Eftir þessa “Canadisku hetjusögu”,
sem sumir ritdómarar kölluðu bókina,
birti Lára ljóðakver Wayside Gleams
(1925) og skáldsögu um amerískt efni.
When Sparrows Fall (1925). Eftir það
sneri hún sér að því efni í fornsögun-
um íslenzku, sem lielzt var von að næði
eyrum Vestmanna og skrifaði nýjan
reyfara (romance) um Leif Eiríksson:
The Lord of the Silver Dragon (1927)-
Féll hann vel í geð Norsk-Ameríkön-
um, en síður löndum hennar, sem enn