Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 56
38
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Af vel þekktum blaðamönnum ma
nefna Gunnar B. Björnsson^lS?^-) er
fluttist drengur úr Jökulsárhlíð eystra
og settist að í Minneota, Minnesota.
Þar gerðist hann um aldarfjórðung rit-
stjóri blaðsins Minneota Mascot, —auk
þess sem hann með öðrum gaf út ís-
lenzka blaðið Vínland (sjá áður). Hann
og synir hans Hjálmar, Valdimar og
Björn eru allir grónir í íslenzkum
fræðum og minjum en um leið miklir
pappenheimar í sínu nýja föðurlandi.
Best kunnur blaðamanna á sinni tíð
var þó víst John Gunnlaugur (Sveins-
son) Holme (1877-1922). Hann fluttist
úr Hjaltastaðaþinghá 1885 og byrjaði
blaðamennsku í Minnesota. Síðan
vann hann við blöð í Chicago, San
Fransisco og loks í New York og varð
þar ritstjóri (City Editor) The New
York Evening Post. Hann var gáfaður
maður og barðist vasklega gegn Hard-
ing forsetaefni og reit bók um Leonard
Wood andstæðing hans.
Af kirkjumönnum hafa tveir skrifað
sögu kirkju sinnar: P. Adalstein John-
son (1868-) The First Century of Con-
gregationalism in Iowa (1840-1940)
(1945) og Valdimar J. Eylands (1901)
Lutherans in Canada (1945).
Af lögfræðingum og hagfræðingum
hafa þrír ritað bækur: Sveinbjörn
Johnson (1883-1946), Pioneers of
Freedom (1930) um gullöld íslendinga,
söguöldina;. hann hefur líka þýtt Grá-
gás á ensku en dó því miður frá því
verki. Leifur Magnússon (1882-) hef-
ur tekið saman nokkrar bækur um hag-
fræði verkalýðssamtaka. Loks hefur
Walter J. Lindal dómari (1887-) ritað
Two Ways of Life: Freedom or Tyr-
anny (1940) og Canadian Citizenship
(1946).
Af kennurum hefur Halldór B.
Gíslason (1875-1947), prófessor í
mælskulist við Háskólann í Minnesota,
skrifað kennslubók The Art of Ef-
fective Speaking (1948). Um Beck er
áður rætt. Annars hefur enginn núlif-
andi fræðimanna við ameríska há-
skóla látið eftir sig meira verk og
betra en Halldór Hermannsson (1878-):
Skrá (Catalogue) yfir íslenzka bókasafn-
ið í Cornell í þrern stórum bindum
(1914, 1927, 1943) og 31 bindi af tíma-
ritinu Islandica um íslenzka bókfræði,
bókmenntir, tungu, fornleturfræði og
kortafræði. Hann og Páll Eggert Óla-
son heitinn hafa verið mestu bók-
fræðingar sinnar kynslóðar.
Enn er ógetið fræðimanns og rit-
höfundar, sem svo mikla frægð hefur
unnið sér á amerískum og alþjóðavett-
vangi, að það er að bera í bakkafullan
lækinn að rita um hann hér. Það er
Vilhjálmur Stefánsson, fæddur í Ár-
nesi, Nýja Islandi 3. nóvember 1879,
en alinn upp í North Dakota. Á ís-
lenzku hefur Guðmundur Finn-boga-
son ritað æfisögu lians (Vilhj. Stef.
1927), á ensku Earl P. Hanson, Stefans-
son, Prophet of the North (N.Y. 1941),
og niá vísa mönnum til þeirra bóka.
Athugasemd ritstj.:
Höfundur þessarar ritgerðar hefir heldur eigi setið auðum höndum síðan hann
kom vestur. Auk hins mikla aragrúa af ritgjörðum málfræðilegs og bókmenta-
legs efnis, í þessu tímariti og ýmsum öðrum, liggja eftir hann tvær stórar bæk-
ur:“Icelandic,Grammar, Texts, Glossary” og “Flistory of Icelandic Prose Writ-
ers, 1800—1940”, sem þessi ritgjörð er sérstakur kafli úr. Á Islandi er og nýlega
komin út bók , “Á skáldaþingi”, safn af ritgjörðum um íslenzk skáld og rit-
höfunda.