Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 62

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 62
44 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Almennara að efni er kvæðið “Bræðrabýti”, sem bæði er djúptækt og varpar birtu á lífsskoðun skáldsins, en þar er lýst á táknrænan hátt bræðrum tveim og harla fjarskyldum; annar ferst í leit að gulli, sem bölvun hvílir á; hinn, sem ræktar jörðina, helgar kom- andi kynslóðum frjósamt starf sitt í anda orða skáldsins: “Að hugsa ekki í árum, en öldum, að alheimta ei dag- laun að kvöldum.” Sú hugsjónaást og framsóknarandi finna sér áhrifamik- inn orðabúning í lokaljóðlínum þessa stórfellda kvæðis: “Það er ekki oflofuð samtíð, en umbætt og glaðari framtíð, sú veröld, er sjáandinn sér.” Slíkt var langsæi skáldsins, er átti sér rætur í fágætri mannúð hans, er var svo djúpstæð, að náttúrulýsingar hans og söguleg kvæði bergmáluðu við- horf hans til vandamála samtíðarinn- ar. Hann var gæddur djúpri réttlætis- tilfinningu og næmum skilningi á hið sanna manngildi, manndóm og sálar- göfgi. Hann bar einnig í brjósti óvenju- ríka samúð með mönnum, ekki síst hinum máttarminni og kúguðu. 1 fjölda ádeilukvæða hellir hann úr skálum fyrirdæmingar sinnar yfir á- gengni auðvaldstefnunnar og misskipt- ingu auðsins, með þeim þjóðfélags mis- brestum, sem fylgja í kjölfar hennar; hann hallast eindregið á sveif með verkalýðnum og telur sig í eðli sínu vera jafnaðarmann. En túlkun hans á frjálslyndum og róttækum þjóðmála- skoðunum hans nær langt út yfir tak- mörk efnishyggjunar einnar saman. Sem frumbýlingsbóndi, er treysta varð um margt á sjálfan sig, var hann jafn- framt ávalt mikill einstaklingshyggju- maður og of sjálfstæður í hugsun til þess að ganga á mála hjá nokkrum stjórnmálaflokki, eins og hann tekur skýrt fram í bréfum sínum. Áhugaefni hans og samúð áttu sér vítt svið. “öll veröld sveit mín er,” sagði hann sjálfur, og oft urðu honum samtímaviðburðir ómótstæðileg eggjan til ljóða. I “Transvaal”, einu af mestu kvæðum sínum, lætur hann svipu sína dynja vægðarlaust á Bretum og ger- ist jafn hiklaust málsvari Búanna, hinna þjáðu og undirokuðu, eins og hans var vandi. tlann er því heims- borgari í þessa orðs göfugasta skiln- ingi, og þá einnig sannur friðarvinur. “Sverðið sker öll hjartabönd” er meg- inþáttur trúarjátningar lians. Þessi sterka fullvissa og andstyggð hans á styrjöldum finna sér kröftuglega fram- rás í hinu djarfmælta og áhrifamikla kvæði hans Vígslóði. I kvæðaflokki þessum, sérstaklega í “Vopnahlé”, lýsir skáldið með vægðarlausu raunsæi skelf- ingum nútíðar-hernaðar, og fordæmit' hann og alla styrjaldar-aðila. Ekki er þetta stórbrotna ádeilukvæði með öllu öfgalaust, enda olli það miklu umróti á sínum tíma og gerði skáldið um hríð óvinsælan meðal landa hans vestan hafs, sem óþarft er frekar að rekja. Mun þó mega segja, að það hafi eigi. er til lengdar lét, neitt rýrt skáldfrægð hans. Stephan var róttækur í trúmálaskoð- unum eigi síður en þjóðmálum; hann var andvígur og deildi á afturhaldsemi þröngsýni og skinhelgi, og var í þeim skilningi andvígur kirkju og klerkum- Jafnframt var hann hlyntur hinum frjálslyndari trúarhreyfingum, eins og Únitarismanum, og þá fór það að von- um, að hann orti eftirmæli um Robert G. Ingersoll. Eins og vænta mátti,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.