Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 69
VESTUR-ÍSLENZK LJÓÐSKÁLD
51
frænda sinna og vina, og minntist
þeirra ástúðlega í erfiljóðum. Þau og
önnur lengri kvæði hans eru oft at-
hyglisverð, eða að minsta kosti ágætir
sprettir í þeim.
Sérkennilegastar og beztar eru laus-
vísur hans þó að jafnaði og styttri
kvæðin. Eitt snjallasta þeirra er
“Ævintýri á gönguför”, um eina af
tíðum glímum hans við Bakkus, er lýk-
ur með lokasigri skáldsins.
Samhliða því, að K. N. átti sér sem
skáld djúpar rætur í íslenzkum menn-
ingar- og bókmenntajarðvegi, um ann-
að fram arfþegi alþýðuskálda heima-
landsins, var hann einnig kvistur sprott-
inn úr sínu ameríska umhverfi, bæði að
því er snerti yrkisefni hans úr daglega
lífinu og um orð og orðtök úr ame-
rísku hversdagsmáli, sem gerði lýsingat
hans raunsannari og jók á kímm
þeirra. Hann flutti þessvegna eigi að-
eins nýstárleg yrkisefni og sérstæða teg-
und kímni inn í íslenzkar bókmenntir,
heldur varpaði hann einnig með vísum
sínurn og kvæðum ljósi á margt í lífi
°g menningu Vestur-íslendinga, eink
um á frumbýlingsárunum.
9. Séra Jónas A. Sigurðsson var
fæddur að Litlu-Ásgeirsá í Húnavatns-
sýslu 6. maí 1865. Hann ólst upp a
niiklu menningar- og bókmenntaheim-
ili, las undir skóla hjá nágrannapresti,
°g útskrifaðist af Búnaðarskólanum í
Ólafsdal 1886. Fluttist vestur um haf
Uæsta ár; hóf eftir nokkurra ára dvöl í
Norður-Dakota guðfræðinám a lutersk-
uin prestaskóla í Chicago, lauk þar
uámi 1893 og prestvígðist samsumars.
Gegndi síðan prestsstörfum í ýmsum
íslendingabyggðum vestan hafs, seinast
í Selkirk, Manitoba. Hann varð bráð-
kvaddur í Winnipeg 10. maí 1933. Tók
mikinn þátt í vestur-íslenzkum kirkju-
og félagsmálum, meðal annars mörg
kjörtímabil forseti Þjóðræknisfélagsins.
Kvæði hans og sálmar höfðu um
langt skeið birtst í íslenzkum blöðum
og tímaritum vestan hafs, en komu ekki
út í bókarformi fyrri en að honum látn-
um, er stórt úrval úr þeim, Ljóðmæli,
var gefið út í Winnipeg 1946; bjó Rich-
ard Beck það til prentunar, en sr. K. K.
Ólafsson ritaði æfiminningu skáldsins.
Séra Jónas var gæddur mikilli rím-
gáfu og andríkur að sama skapi, þegar
honum tókst bezt. Kvæði hans eru
jaróttmikil að máli og stíl, enda hafði
hann óvenjulegt vald á íslenzku máli;
karlmennskubragur og hreinn norrænn
andi svipmerkja einnig mörg þeirra.
Hann hafði sótt andlega næringu í ís-
lenzkar fornsögur og önnur norræn
fræði, vitnar oft til þeirra og sækir
þangað yrkisefni. Djúpstæð þjóðernis-
tilfinning — ást á íslenzkri tungu, sögu,
landi og þjóð — er meginþátturinn í
skáldskap hans.
Kemur það sérkenni fagurlega fram
í hinum mörgu ættjarðarkvæðum hans,
svo sem hinum tilþrifamikla ættjarðar-
óði, er hann flutti á Alþingishátíðinni
að Þingvöllum 1930, sem fulltrúi landa
sinna í Vesturheimi. Kröftug hvatn-
ingarkvæði hans um varðveizlu þjóð-
legra og menningarlegra verðmæta eru
einnig, sem vænta mátti, þrungin þjóð-
ræknisanda hans. Þá er hinn þjóðlegi
strengur, að vonum, sterkur í kvæðum
hans um söguleg og þjóðsöguleg efni,
en í þeim eru víða snjallir kaflar og
góðar mannlýsingar. Skylt þeim að efni
er kvæðið “Hálfur-Máni”, eitt af til-
þrifameiri kvæðum skáldsins, er segir
sögu úr lífi Indíána.
Af náttúrulýsingum hans er “Mt.
Rainier” aðsópsmest. Aðrar þeirra, t. d.