Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 73

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 73
VESTUR-ISLENZK LJÓÐSKÁLD 55 skáldsins, er eftir varð um stundar sak- ir á Islandi, og “Móðurmálið”, hreim- mikill lofsöngur til íslenzkrar tungu, sem mikið hefir verið sunginn undir fögru lagi Sveinbjörns Sveinbjörns- sonar tónskálds. Djúpstæð rækt skálds- ins við íslenzkar menningarerfðir og ættjarðarást hans finna sér framrás í kvæði þessu og í ættjarðarkvæðum hans eins og “Islandi”, sem er mynd- auðugt mjög. Annarsstaðar vottar hann kjörlandinu, Canada, hollustu sína í ljóðum, sem svipmerkjast af sömu einlægninni og glöggum lýsing- um. I kvæðasafninu eru einnig margar þýðingar úr verkum þýzkra, enskra, amerískra og Norðurlandaskálda, er bera fagurt vitni víðtækum lestri og bókmenntaáhuga þýðandans. Meðal þýðinganna, sem yfirleitt eru bæði lipr- ar og nákvæmar, má sérstaklega nefna Álfakonunginn” eftir Göthe, “Ef” og “Síðustu myndina” eftir Kipling, og “Kvöldsöng” eftir Tennyson, ásamt nokkrum þýðingum úr verkum canad- isku skáldkonunnar E. Pauline John- son. Síðan bók hans kom út, hefir Gísli birt mörg vel ort og fögur kvæði í vest- nr-íslenzkum blöðum og tímaritum, sérstaklega hér í ritinu. Meðal þeirra eru flokkur af Ijóðrænum söngtextum ffumsamdir og þýddir, og þrjú af niestu kvæðum hans. “Fardagar” eru efnismikið kvæði og þrungið að einlægri tilfinningu, en þar er andstæðunum milli elli og æsku, bynslóðunum á krossgötum lífsins, iýst á táknrænan og áhrifamikinn hátt. f Áning”, sem ort er í tilefni sextugs- afmælis skáldsins, og með mildum blæ, fennir höfundur sjónum yfir farinn Veg; það er vel ort kvæði, með þungri undiröldu tilfinninganna, og lýsir drengilegri lífsskoðun skáldsins. “Ið- unnarkviða” er mælskur og andríkur lofsöngur skáldskaparins, hreimmikil hrynhenda að búningi. 12. Guttormur J. Guttormsson skip- ar mjög mikinn merkissess og að mörgu leyti sérstæðan í hópi vestur-ís- lenzkra skálda. Hann er hið eina meiri- háttar ljóðskáld íslenzkt, sem fæddur er í lancþ þar. Hann er sonur aust- firzkra landnámshjóna og fæddur 21. nóv. 1878 (ekki 5. eða 15. desember eins og áður hefir verið talið) að Víði- völlum við Islendingafljót (nú River- ton) í Nýja Islandi, og ólst upp þar í frumbyggðinni. Ætterni hans og ævi- ferill eru rakin í ritgerðinni um vest- ur-íslenzka rithöfunda í óbundnu máli. Hér skal aðeins á það bent, að skáldskaparhneigðin virðist hafa verið rík í ættinni, því að móðir Guttorms var skáldmælt vel, og birtust kvæði eft- ir hana í báðum fyrstu íslenzku blöð- unum í Vesturheimi, Framfara og Leifi. Þar sem hann hafði misst báða for- eldra sína er hann var 16 ára, varð Guttormur snemma að fara að hafa ofan fyrir sér, og vann fyrir sér með erfiðisvinnu, því að skólagangan hafði að vonum verið af mjög skornum skammti. Eftir að hafa unnið að hin- um margvíslegustu störfum á ýmsum stöðum í Manitoba, og oft átt í vök að verjast, festi hann árið 1911 kaup á landnámsjörð föður síns að Víðivöll- um og hefir búið jrar síðan; hafa þau hjón komið til rnanns stórum og mann- vænlegum barnahóp. Þegar litið er á aðstæður Guttorms, eru bókmenntaleg afrek hans því hin merkilegustu. Vafalaust hafa hin ó-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.