Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 76
58
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
(essays) og þætti, auk liinna umfangs-
miklu og merkilegu rita sinna um sögu
Islendinga í Vesturheimi. Frá þessum
fjölbreyttu verkum hans í óbundnu
máli er því sagt og æfiferill hans rak-
inn nánar í frásögninni um vestur-ís-
lenzk sagnaskáld.
Hann hefir ennfremur gefið út tvær
kvæðabækur, en þær eru: Þættir (Win-
nipeg, 1918) og Heimhugi (Reykja-
vík, 1921). Þróttmikil hugsun og
kjarnmikið mál einkenna öll beztu
kvæði hans. Hann er frumlegur í efnis-
meðferð, orðavali og bragarháttum,
smíðar þá ósjaldan sjálfur og fellir þá
vel að efni. Má hann því teljast gædd-
ur mikilli rímfimi, þó að liugsunin
beri stundum ljóðformið ofurliði og
lirynjandin verði þungstígari að sama
skapi.
Hann hefir ort fjölda af athyglis-
verðum sonnettum, þrungnum að
hugsun, eins og “Áfram”, sem er lög-
eggjan um að stefna “beint á hugans
hæstu fjöll” og láta ekkert aftra för
manns. I öðrum sonnettum, jafn ágæt-
um, hefir hann hyllt eftirlætisskáld sín,
Walt Whitman og St. G. Stephansson.
Samfara hinni þróttmiklu hugsun er
einnig undirstraumur djúpra tilfinn-
inga í mörgum kvæðum hans. Sjálfstæð-
ar og róttækar skoðanir hans, er eiga
rætur sínar í frelsis- og sannleiksást
hans og mannúðaranda, finna sér far-
veg í kröftugum ádeilum. Hvað það
snertir virðist liann hafa orðið fyrir
nokkrum áhrifum af Þorsteini Erlings-
syni, eða líklega öllu fremur orðið
skáldskapur hans hvatning í þá átt,
því að ekki fer Þorsteinn Þorsteinsson
í smiðju til neins. I hinu tilkomumikla
kvæði sínu “Vorsöngur”, sem ort er í
háfleygum hrifningaranda, er þjóðfé-
lagsdeilan fléttuð á áhrifamikinn hátt
inn í glögga náttúrulýsinguna og eggj-
anina til frjósams ævistarfs.
Skáldið slær á sann-ljóðrænan streng
í kvæðum eins og “Dögg” og “Hljóm-
dísin”, og ekki síst í hinum hugljúfu
og léttstígu vísum “Til Islands á ný-
ári”, þar sem djúp ættjarðarást hans
klæðist fögrum búningi. Islenzk bók-
menntaarfleifð er runnin honum í
merg og bein, og hann er eldheitur og
djarfmæltur málsvari norræns anda og
íslenzkra menningarverðmæta. Heitið
á síðari ljóðabók hans, Heimhugi, er
ekki út í bláinn; sá hugur er hjarta-
strengurinn í skáldskap hans.
I heild sinni eru kvæðin í þessum
tveim bókurn Þorsteins óvenjulega
jöfn að bókmenntalegu gildi. Þau bera
vitni smekkvísi hans, sem þroskast hef-
ir við víðtækan lestur hans bæði í ís-
lenzkum og erlendum bókmentunr.
Meðal sérstæðustu kvæða hans eru
“Leikmærin” og “Söngmærin”, þar sem
rímleikni og myndauðgi fléttast ágæt-
lega saman. Margar af náttúrulýsing-
um hans eru einnig hinar snjöllustu.
Síðan seinni kvæðabók hans kom út
liefir hann birt fjölda af vel ortum
merkiskvæðum, og birtust mörg þeirra
í tímariti hans Sögu (1925-30). Skal
þriggja þeirra sérstaklega getið.
Kvæðaflokkur hans “Á Þingvelli
1930”, í tilefni af Alþingishátíðinni, er
hugsun hlaðinn og myndauðugur, með
viðeigandi undiröldu einlægrar *tt-
jarðarástar. I “Askur Yggdrasils” er yrk-
isefnið, eins og nafnið bendir til, hinn
mikli heimsmeiður norrænnar goða-
fræði, og er honum eigi aðeins lýst með
miklu liáfleygi, en verður jafnfram1
skáldinu tilefni skarpra athugana og
skáldlegra samlíkinga. 1 “Signýjarfórn-
in” sækir skáldið efnið í hina alkunnn
frásögn um Sigyn og Loka í Sæmund-