Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 82
64
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
nemana vestan hafs hyllir hann í að-
dáunarríkum kvæðurn.
Auk þjóðminningarkvæða hefir hann
ort sæg annarra tækifæriskvæða, og er
þar viða spaklega og smekklega að orði
komist, og öll lýsa þau kvæði ríkum
drengskaparhug í garð samferðamann-
anna. Hann yrkir t. d. vel til Vilhjálms
Stefánssonar landkönnuðar. En ágæt-
ast og samfelldast allra slíkra kvæða
skáldsins, og jafnframt eitthvert allra
bezta kvæðið í bók hans, er minningar-
kvæðið um föður hans, Eirík Björnsson.
Er það kvæði einnig gott dæmi þess,
hve vel höfundinum lætur að yrkja
undir fornum íslenzkum bragarháttum,
og jafnframt vottur þess, hve hand-
genginn hann er íslenzkum bókment-
um. Margar lausavísur hans bera einn-
ig vitni rímfimi hans og hugkvæmni,
bæði vel kveðnar og bráðsmellnar.
Af lengri kvæðum almenns efnis
kveður einna mest að kvæðunum “Frá
Mayflower til Plymouth Rock”, “Land-
rýrni” og “Týsfórnin”. Hugstæðust
verða þó ljóðrænu kvæðin, “Islenzkt
vor”, “Smáblómið”, “Útsýn”, “Þagnar-
mál”, “Haust” og “Sumármorgun á Is-
landi”. I þeim er undiralda einlægrar
tilfinningar, sem finnur sér framrás í
fáguðum ljóðbúningi. “Grímsey” er og
gott kvæði, sem bregður upp skýrri
mynd, og ágætlega ort og fögur eru
ljóðin “Jólavísa” og “Jólakvæði”, hið
síðarnefnda sérstaklega heilsteypt
kvæði, hugsun hlaðið og vel samræmt.
I kvæðasafninu eru einnig eigi all-
fáar mjög athyglisverðar þýðingar
merkiskvæða úr ensku, meðal þeirra
“Skýið” eftir Shelley og “Náttgalaóður”
eftir Keats, bæði víðfræg mjög í ensk-
um bókmenntum.
19. Kristján S. Pálsson var fæddur
á Signýjarstöðum i Hálsasveit í Borg-
arfjarðarsýslu 5. sept. 1886, og albróð-
ir Páls S. Pálsson skálds. Fluttist til
Canada 1897, en var búsettur í Selkirk,
Manitoba, frá því að hann var rúm-
lega tvítugur. Litla skólagöngu bætti
hann sér upp með lestri góðra bóka, ís-
lenzkra og enskra, einkum skáldrita og
Ijóðabóka. Hann varð bráðkvaddur 11.
febr. 1947.
Safn kvæða Kristjáns, Kvæðabók,
kom út að honum látnum í Winnipeg
1949, búin til prentunar af Gísla Jóns-
son. Kvæði Kristjáns bera því órækan
vott að hann var gæddur næmum feg-
urðarsmekk og mjög létt um að yrkja,
því að þau eru þýð og ljóðræn. Fjöl-
breytnin í kvæðum hans er einnig
rnjög áberandi; hann slær á marga og
fjarskylda strengi hörpunnar og fer
högum höndum um hin ólíkustu yrkis-
efni.
Ættjarðarkvæðin, sem öndvegi skipa
í bókinni, bera því fagurt vitni, hve
djúpstæða sonarrækt skáldið bar í
brjósti til ættlands og átthaga. Ágætt
dæmi þess er upphafskvæðið “Tigna
drottning”, ort í tilefni af lýðveldis-
stofnuninni; í því er fagnaðarhreimur
og hrifning. Sögu Islands og fegurð
túlkar skáldið af sama ástarhuga í
öðrum kvæðum sínum, og jafn glögg-
skyggn er hann á gildi íslenzkra menn-
ingarerfða, eins og lýsir sér vel í kvæð-
inu “Heimanmundurinn”. Eigi er þó
í skáldskap hans, fremur en annarra
vestur-íslenzkra skálda, neinn árekstur
milli órofa ræktarhuga hans til ætt-
landsins og heilhuga hollustu hans við
kjörlandið, sem hann ann innilega og
rnetur að verðleikum, eins og hin fögru
Canada- og Manitobakvæði hans sýna
órækast.