Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Qupperneq 84
66
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÆLAGS ÍSLENDINGA
ar, eins og sonnettan “Haust”, og nýt-
ur skáldgáfa höfundarins sín yfirleitt
bezt í slíkum kvæðum. Hinsvegar svip-
merkir rík íhygli hans kvæðið “1 graf-
reitnum”, sem bæði er þrungið að ein-
lægri tilfinningu og vel ort. Margt er
hér einnig áferðargóðra ættjarðar-
kvæða og annarra tækifæriskvæða.
Svipmeiri eru þó hin sögulegu kvæði;
brugðið er upp glöggri mynd í kvæðinu
“Brók-Auður”, en “Höfuðlausnin” þó
hreimmeira kvæði. Bjarni var tungu-
málamaður góður, orti á ensku, og
sneri einnig allmörgum kvæðum á ís-
lenzku. Er mestur fengur að þýðing-
unum af hinum sérkennilegu kvæðum
Robert W. Service.
Bjarni Lyngholt.. (1871-1942) var
Rangvellingur að ætt, fluttist vestur
um haf 1903 og var á síðari árum bú-
settur á Kyrrahafsströndinni. Hann
var leikari ágætur, en fékkst einnig
talsvert við skáldskap. Hann gaf út
kvæðabókina Fölvar rósir (Winnipeg,
1913), og síðar birtust einnig kvæði eft-
ir hann í vestur-íslenzku blöðunum,
einkum tækifæriskvæði. Ljóð hans eru
lipurlega kveðin, borin uppi af næm-
um tilfinningum og ríkri samúð með
auðnuleysingjum og olnbogabörnum
lífsins. I minningarkvæðinu um son
höfundar koma bæði fram bjargföst
eilífðartrú hans og fegurðarást, og í
því eru fallegir kaflar. Hann þreytist
aldrei á að lofa og vegsama ættlandið
í ljóði. Eitt af beztu og ljóðrænustu
kvæðum hans er “Við hafið” (Alm. Ó.
S. Th. 1943).
Lárus Sigurjónsson (f. 1874) er ætt-
aður úr Borgarfirði eystra, lauk guð-
fræðiprófi á Prestaháskólanum í
Reykjavík 1906, en fluttist vestur um
haf árið eftir. Fram til ársins 1920 átti
hann lengstum heima í Leslie, Sask-
atchewan, en síðar í Chicago, þar sem
hann rak söngskóla ásamt konu sinni
árum saman. Hvarf heim til Islands
1943 og dvelur nú í Reykjavík. Var
áður en hann fór vestur ritstjóri barna-
blaðsins Unga Island, og liggur ýmis-
legt eftir hann, frumsamið og þýtt, í
óbundnu máli. Kvæðasafn hans, Stefja-
mál, kom út í Reykjavík 1946. Ljóð
hans frá yngri árum eru þýð og fögur,
en á seinni árum breytti hann um
kveðskaparlag, gerðist myrkur í máh
og fór svo ferða sinna í skáldskapnum,
að erfitt mun mörgum lesendum reyn-
ast að fylgja lionum á fluginu.
Vigfús Guttormsson (f. 1874), bróðir
Guttorms skálds Guttormssonar, flutt-
ist 6. mánaða gamall með foreldrum
sínum af Fljótsdalshéraði til Nýja Is-
lands, en hefir lengi verið búsettur að
Lundar, Manitoba, stundað búskap,
rekið verzlun, og tekið mikinn þátt í
félagsmálum, meðal annars stjórnað
söngflokki í heimabæ sínum við góð-
an orðstír; enda er hann maður söngv-
inn og sönghneigður. Safn kvæða hans,
sem áður höfðu birtst í vestur-íslenzk-
um blöðum, kom út í bókinni Eldflug-
ur (Winnipeg, 1947). Þau eru lipur og
létt, og ýms náttúruljóðin meðal falleg-
ustu og ljóðrænustu kvæðanna í bók-
inni, t. d. “Sumarmorgun”. Sérstæðari
eru þó kvæðin “Froskar” og “Whip-
poor-will”, því að þar er á íslenzku ort
um nýstárleg efni tekin beint út úr
hinu vestræna umhverfi ' skáldsins.
Margt er af lausavísum í bókinni, sum-
ar bæði prýðisvel kveðnar og smellnar,
svo sem vísan “Borguð skuld”. Lífs-
skoðunin í kvæðunum er björt og víð-
sýn.
Hallur E. Magnússon (f. á Sauðar-