Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 90

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 90
72 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ensku og íslensku heldur og í almenn- um fræðum og sönglist. Segir sagan, að íyrsta hljóðfæri, sem hann náði í, hafi verið Langspil. Ungur eignaðist hann stofuorgel og kendi sér sjálfum að mestu að leika á jsað. Hann stóð snemma í broddi fylkingar í bygð sinni í leiklist og söngment. Hann skrif- aði mikið um almenn mál, og auk þess merkilegar smásögur (sjá ritgjörð St. E. hér að framan). Þar við bættist erf- iður búskapur, verslun, póstafgreiðsla, sveitarstjórnarstörf og margt fleira. Hann kvæntist ungur Guðfinnu Eiríks- dóttur frá Heiðarseli i Hróarstungu, og áttu jrau saman 9 börn, sem öll eru á lífi og rnörg liafa fengið söngmentun að meira eða minna leyti. En heilsan var ekki sterk og henni að líkindum of- boðið; og hinn 3. mars 1910 andaðist hann i Rochester, Minn., eftir hol- skurð, jrá tæpra 44 ára. Eigi er jrað nú ljóst, hve snemma Gunnsteinn fór að búa til sönglög. En fyrsta vestur-íslenskt sönglag sem vissa er fyrir, var lag hans í Sunnanfara um eða eftir 1890, við nýort kvæði Þorst. Erlingssonar, “Mig hryggir svo margt.” Mun honum hafa Jrótt raddskipun sinni ábótavant og bað ritstjórann að láta söngfróðan mann færa til betri vegar. Við háskólann í Khöfn var þá ungur stúdent, Árni Beinteinn Gísla- son, sem skrifaði lög í stíl Nordraaks, en dó ungur. Hann raddsetti lagið mjög einstrengingslega, og var Gunn- steinn sáróánægður með Jtað, og ein- setti sér J)á strax að klífa þrítugan ham- arinn til að afla sér Jrekkingar í tón- fræði, svo hann Jryrfti ekki að leita á náðir annara. Löngu seinna raddsetti hann Jretta lag bæði fyrir blandaðar raddir og til einsöngs með enskri þýð- ingu kvæðisins eftir Meistara Eirík Magnússon. Stundaði hann nú af kappi nám í raddskipunarfræði heima hjá sér með aðstoð bréflegrar kenslu merkra tónfræðinga í Bandaríkjunum, og orkti jafnframt alhnörg lög við enska og íslenska texta—auðvitað í lijá- verkum sínum. Það af lögum Gunnsteins, sem varðveitst hefir eða verið prentað, eru þessi: 1. Mig hryggir svo margt. — Þ. E., (Sunnanfari 1891?) It grieves me — sama lag í tvens- konar raddsetningu. 2. Eg uni á flughröðu fleyi—H. Haf- stein, (Sunnarfari 1894) 3. Rock of Ages og 4. Nearer my God to thee, bæði í ensku kirkjuriti, Chicago, 1897. 5. Blunda þú, blunda. Vald. Briem (Eimreið 1898). 6. -7. Tvo Vestur-íslensk sönglög Sólu særinn skýlir — Stgr. Thor- steinsson. Sumarnótt á heiði — Jón Ólafs- son, Khöfn 1898 8. His Mother’s his Sweetheart — Montreal 1901. 9. Um nótt — E. S. (Freyja 1901) 10. Morgunbæn — Har. Sigurgeirsson (Dvöl 1902). 11. Gleðileg Jól — (Freyja 1903). 12. Já, vér elskum Isafoldu — Jón ólafsson (Frækorn 1905) Verð- launalag á Islendingadegi. 13. Heiðbláin - Indriði Einarsson (Eimreið 1913). 14. Morgunbæn — Sigurbjörn Johanns- son, óprentað. 15. Kom þú mín kæra; og veit eg eng- in deili á því. Númer 13. er áreiðanlega síðasta lag Gunnsteins; Sendi liann mér það i handriti tveim vikum áður en hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.