Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Qupperneq 93
NOKKUR VESTUR-ISLENSK TÓNSKÁLD
75
4. Helgi Sigurður Helgason er
fæddur í Reykjavík á Islandi 12. febr-
úar 1872. Foreldrar hans voru Helgi
Helgason tónskáld, af þingeyskum
ættum og kona
hans Guðrún
Sigurðardóttir,
æ 11 u ð ú r
Húnaþingi. —
Sigurður ólst
upp í Reykja-
vík í andrúms-
lofti söngs og
tónlista, þ v í
faðir hans var
tónskáld og
mikið viðriðinn músík-líf bæjarins.
Svo var föðurbróðir hans, Jónas Helga-
son, organleikari við dómkirkjuna,
kennari og útgefandi söngbóka, og bjó
auk þess til smekkleg smálög. Sigurður
lærði því ungur söng og hljóðfæraslátt
hjá föðurbróður sínum, hjá Steingrími
kennara Johnsen og hjá móður Dr.
Helga Péturss. — Átján ára unglingur-
inn fór hann til Vesturheims, árið 1890.
Hér vestra stundaði hann nám í radd-
þjálfun, hljómfræði og tónskáldskap,
bæði hjá prívat kennurum og síðar við
“Polytechnic Institute of Los Angeles,
Cal.” Hann tók kennarapróf og held-
ur kennaraleyfi í Washington ríkinu.
Sigurður er tvíkvæntur; fyrri konan
var Ingibjörg Johnson, ættuð úr Norð-
ur Dakota. Þrír synir eru á lífi. Seinni
konan heitir Hildur Levita Lindgren,
af sænskum ættum, “hámentuð í tón-
list og fyrirtaks kennari”. Sigurður hef-
ir átt heirna víðsvegar í þessu landi,
um tíma í Winnipeg, en allmörg síð-
ustu árin í Blaine, Washington, þar
sem þau nú búa.
Ekki mun Sigurður hafa fengist við
tónkveðskap fyr en löngu eftir að hann
kom hingað vestur. Fyrsta lag hans,
“Skagafjörður,” naut strax hylli al-
mennings, og kvað nú vera fastur hér-
aðssöngur Skagfirðinga. Síðari ára lög
hans kváðu bera á sér vissan snildar-
brag og hafa hlotið góða dóma. Því
miður hef eg ekki átt kost á, að kynn-
ast þeim' af eigin sjón eða heyrn, og
gef því hér nöfn þeirra án frekari at-
hugasemda.
Við kvæði eftir Matth. Jochumsson:
1. Skagafjörður.
2. Stillið hörpu, hefjið dans.
Kvæði eftir St. G. Stephansson:
3. Jón Sigurðsson.
4. Þó þú langförull legðir.
Kvæði eftir Davíð Stefánsson:
5. Eilífi andi.
6. íslensk tunga.
7. Heill yður landnámsmenn.
8. Á túni sefur bóndabær.
Kvæði eftir Pál J. Árdal:
9. Yfir sveitum tíbrá titrar.
10. Fjóla.
Kvæði eftir Benedikt Gröndal:
11. Hret (Fölnuð er liljan).
Kvæði eftir Gutt. J. Guttormsson:
12. Vormorgunn.
Kvæði eftir Gutt. J. Guttormsson:
13. Áróra.
Kvæði eftir séra Albert E. Kristjánsson:
14. Heyr oss!
Kvæði eftir Dr. Richard Beck:
15. Þá ást telur stundir.
Kvæði eftir Hannes Hafstein:
16. Nei, smáfríð er hún ekki.
Kvæði eftir Dr. Sig. Júl. Johannesson:
17. Islenskir söngvasvanir.
Kvæði eftir Þorstein Erlingsson:
18. Nú sé eg og faðma þig, syngjandt
vor.
Kvæði eftir Jakobínu Johnson:
19. Síglaði sunnanblær.