Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Qupperneq 94
76
TÍMARIT ÞJ6ÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Kvæði eftir Helga Valtýsson:
20. Nu staar ingen Flagstang naken.
(75 ára afmæli Hákonar Noregs
konungs).
21. Lilja.
Kvæði eftir Bjarna Thorarensen:
22. Eldgamla Isafold.
Kvæði eftir P. V. G. Kolka: '
23. Vornótt (Sóló með kór og píanó).
Þetta síðastnefnda lag fékk eg með
póstinum, þegar eg var að Ijúka við
framanskráðar línur. Vera má, að Sig-
urður hafi samið fleiri lög, þó mér sé
það ekki kunnugt. — Sigurður liafði
góða tenór söngrödd á yngri árum og
vel þjálfaða. Var hann jafnan hrókur
als fagnaðar, livar sem söngvasveit var
saman komin.
5. Þórarinn Jónsson var fæddur á
Háreksstöðum í Jökuldalsheiði 15.
september 1873. Foreldrar hans voru
Jón Benjamínsson, bóndi þar, og fyrri
k o n a hans
Guðrún Jóns-
dóttir. Voru
þær Vilborg
móðir Gunn-
steins Eyjólfs-
sonar og Guð-
rún alsystur.
Þórarinn ólst
u p p í f ö ð-
urhúsum og
naut eigi ann-
arar mentunar en þar var fáanleg og
lögskyld var til fermingar. Hugur hans
hneigðist snemma til söngs, og hafði
hann í æsku fagra söngrödd, en lagði
litla rækt við hana síðar. Innan við tví-
tugs aldurs fékk hann sér stofuorgel,
og var fyrsti kennari hans Kand. Vigfús
Þórðarson, síðar prestur í Eydölum,
og tileinkar Þórarinn honum eitt lag-
ið í einu af söngheftum sínum. Síðar
naut hann tilsagnar hjá Magnúsi Ein-
arssyni á Akureyri og Brynjólfi Þor-
lákssyni í Reykjavík.
Sumarið 1903 flutti Þórarinn vestur
um haf og átti heima í Winnipeg í
næstu 20 ár. Rak hann Jrar ýmist mat-
vöruverslun eða rakara og hárskurðar-
stofu. 1 mörg ár lék hann á orgelið í
Unitarakirkjunni og stjórnaði þar
kirkjusöng. Vorið 1923 fór hann vestur
að Kyrrahafi og bjó lengst um í Seattle,
Wash., næstu 8 ár. Þar sá hann og um
kirkjusöng um lengri eða skemri tíma.
Síðustu ár lians þar var fjárkreppan í
almætti sínu og rán, þjófnaður og grip-
deildir daglegir viðburðir. Fór Þórar-
inn ekki varhluta af því, og svifti hann
því tjöldum og fór alfari lieim til Is-
lands. Settist hann að á Seyðisfirði og
átti þar lieima til dauðadags. Hann
andaðist þar 21. jan. 1941. Þórarinn var
ókvæntur alla ævi.
Hann lifði og dó með söng í sál,
og söngurinn var hans hjartans mál.
var sagt um hann látinn. Þegar hann
var ekki önnum kafinn við störf sín,
sat hann oftast við hljóðfærið sitt og
lét fingurnar reika yfir nóturnar. Eg
held, að á hinum mörgu einverustund-
um hafi liann fyrst byrjað að gefa til-
finningum sínum nýtt mál. Eitt er vist,
að einhverju sinni trúði hann mér fyrir
því, að hann væri búinn að skrifa all-
mörg lög við ýms íslensk kvæði. En
hann kvartaði yfir því, að hann hefði
aldrei fengið tilsögn í hljómfræði, og
því gengi sér svo illa að raddsetja þau.
Prófessor Sv. Sveinbjörnsson var þa i
Winnipeg og daglegur lieimagangur i
húsi okkar hjóna. Það varð því úr að
hann raddsetti 18 lög, sem Þórarinn
gaf út skömmu síðar og nefndi “Vest-