Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Qupperneq 100
82
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Thordur var snemma mjög listrænn,
lék á hljóðfæri og æfði listmálningu
í frístundum
sínum frarn-
hjá háskóla-
náminu. Var
olíumynd sú,
er hann gerði
af föður sín-
um, um eitt
skeið höfð til
sýnis á lista-
safni Edin-
borgar, sem
ekki 1e y fir
aðgöngu nema bestu tegund málverka.
Eigi er mér ljóst, hvort Thordur hef-
ir iðkað málaralistina á síðari árum
að mun, en eftir því sem tímar liðu
fram fór hann að gefa sig meir og meir
að tónlistinni. Má geta sér þess til, að
el'tir að faðir hans hvarf af sviðinu og
harpa hans var rofin strengjum, hafi
þögnin og tómleikinn knúð hann til að
taka upp merkið og halda því á lofti
eftir bestu getu. Eitt er víst, að á síð-
asta áratug, eða svo, hefir hugur hans
leitað sér léttis í frumsömdum tón-
verkum, bæði til söngs og fyrir ýms
hljóðfæri, svo sem pípuorgan, fiðlu og
píanó. Kann eg að nefna tíu, sem hér
segir: '
1. Sonata í A-dúr fyrir fiðlu og slag-
hörpu.
2. Fugue í F-dúr fyrir fóttroðið organ.
3. Spring Song, sóló og píanó, við
kvæði eftir systur hans Helen
Swinburne.
4. Only for Love, annað lag samskon-
ar við kvæði eftir sama höfund.
5. The Sleep, fjórraddað lag með org-
el-undirspili. Kvæði eftir Elis-
abeth B. Browning
6. —10. Stuttir hljóðfæraslagir fyrir
orgel með fótabassa. Voluntarv
(F-dúr) Impromtu (B-flat-dúr), Pre-
lude (F-dúr), Prelude og Fugue
í G., Sonata (1. movement).
11. Björgvin Guðmundsson var
fæddur á Rjúpnafelli í Vopnafirði 26.
apríl 1891. Foreldrar hans voru Guð-
mundur Jónsson bóndi og kona hans
Anna iMargrét
Þ o r s t e i n s-
dóttir. Sautján
ára misti hann
föður sinn, og
þrem á r u m
síðar (1911)
flutti hann á-
s a m t móður
sinni og tveim
bræðrum vest-
ur um haf.
Nokkrum árurn áður höfðu systur
hans tvær flutst hingað vestur og stað-
fest ráð sitt hér. Þau settust að í Win-
nipeg og stundaði Björgvin helst tré-
smíði. Árið 1914, þegar styrjöldin skall
á, fóru þeir allir vestur í Saskatchewan
og tóku upp landbúnað í Islendinga-
bygðinni hjá Leslie, og þar búa bræður
hans og eldri systir enn. Hefir Björgvin
lýst því á einum stað, hvernig akur-
yrkjan og velvild íslénsks umsjónar-
manns frelsaði þá frá því, að verða her-
valdi og byssukjöftum að bráð. Árið
1923 flutti Björgvin aftur til Winni-
peg og kvæntist vestur-íslenskri stúlku,
er Hólmfríður Freeman nefndist. Eign-
uðust þatt eina dóttur. Árið 1931
bauðst honum lífvænleg staða á Akur-
eyri við kenslustörf og fluttu þau þa
alfari heim og hafa búið þar ávalt síð-
an.
Tónlistarstarfsemi Björgvins er svo
einstæð og víðtæk, að lítill vegur er til