Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 102
84
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
safnað meðal Islendinga í námssjóð og
Björgvin sendur til Lundúna, þar sem
hann lauk þriggja ára námsskeiði á
rúmlega hálf-öðru ári með besta vitnis-
burði við the “Royal College of Mus-
ic”.
Þegar Björgvin kom heim til Winni-
peg, var farið að draga að undinbún-
ingi Alþingishátíðarinnar á Islandi.
Eins og sagt er frá á öðrum stað, var
verðlaunum heitið fyrir bestu kantötu
við kvæði Davíðs Stefánssonar; Björg-
vin samdi kantötu og nefndi hana “Is-
lands þúsund ár”. Er það mikið tón-
verk, en engin lilaut hann samt verð-
laun. Var hún sungin hér undir stjórn
tónskáldsins sjálfs skömmu áður en
hann flutti alfari heim, og hlaut mikið
og verðskuldað lof.
Engin leið er til að telja hér upp öll
tónverk Björgvins. Eg var svo lánsam-
ur að njóta vináttu hans, meðan hann
dvaldi hér, og sendi hann mér tíðum
afskrift af lögum sínum, en síðan hann
hvarf á brott hefi eg aðeins séð og eign-
ast “Friður á jörð” og tvö hefti af
“Tónhendum”, annað með 8 lögum,
hitt með 12, lag við kvæði Shelley’s “I
arise er hann mun hafa skrif-
að sumarið 1924 í Chicago, ennfremur
“I dalnum”, undurfagurt lag við kvæði
Stgr. Thorsteinsson. Eg veit, að liann
átti í fórum sínum kynstur af alskonar
smærri og stærri tónverkum, í sköpun
og fullgerð, þegar hann fór héðan, og
síðan vitanlega aukið við þau að mikl-
um mun.
Þó tónlistin hafi verið ráðandi aflið
í hugsun og starfi Björgvins, þá hefir
hann þó kannað aðrar brautir. Nýskeð
kvað vera komin út sjálfs ævisaga
hans, mikil bók, og áður hafði liann
skrifað eitt eða fleiri leikrit. Hið fyrsta
mun hafa verið “Skrúðsbóndinn”, sem
var leikinn, og hafði víst eitthvað af
frumsömdum lögum. Án þess að leggja
nokkurn dóm á þann leik, tel eg samt
mikla eftirsjá í því, að höf. þjappaði
ekki efninu saman í “libretto” fyrir
reglulegan söngleik. Hann skrifaði
fyrstur íslenska óratóríu—hann ætti að
verða fyrsta íslenska óperuskáldið.
12. Sigurbjörn Sigurðsson er fædd-
ur í Árnesi við Winnipegvatn í Mani-
toba 6. október 1892. Foreldrar hans
voru þau Sig-
urður Sigur-
björnsson frá
Núpi í Axar-
firði og kona
hans Snjólaug
J óhannes-
dóttir frá
Laxamýri-
Voru þeir
Jóhann skáld
Sigurjóns-
son og Sigurbjörn þrímenningar. Sig-
urbjörn er kvæntur Kristbjörgu Hólm-
fríði Jónsdóttur, systur Jóns J. Vopna
og þeirra systkina. Þau hafa eignast
sjö börn, sem öll hafa útskrifast frá
ýmsurn hærri mentastofnunum lands-
ins; eitt þeirra er píanóleikarinn Agnes
Helga, sem getið hefir sér frægðarorð,
ekki aðeins hér vestra heldur og heima
á Islandi og víðar um heim.
Sigurbjörn hefir stundað verslun og
bókfærslu lengstan hlut ævinnar.
Sigurbjörn fékk fyr-tu tilsögn í tón-
list hjá próf. Stgr. K. Hall og lék um
tíma í “West Winnipeg Band” undir
hans stjórn. Hann lærði að leika a
knéfiðlu (Cello) hjá Fred Dalman,
Issak Mamot og Bruno Schmidt (nu
dáinn), sem allir standa framarlega i
þeirri list. Hann lærði og söngstjórn,