Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 107
HÖLMFRIÐUR DANIELSON
NOKKRÍR VESTUR-ISLENZKIR LISTAMENN
i
Bókmenntir og ritstörf hafa ætíð
skipað háan sess í hugum íslendinga
og til skamms tíma hefir almennt ver-
ið álitið að listhneigð þeirra, bæði
heima á Islandi og hér vestra liafi feng-
ið eðlilega framrás í iðkun ritlistarinn-
ar.
Víst er um það að rnikið hefir borið
á ritstörfum Vestur-lslendinga og það
starf verið tekið fram yfir alt annað
menningarstarf þeirra á meðal. Þetta
er eðlilegt þar sem almenningi er auð-
velt að kynnast því sem út kemur á
prenti, og því er oftast haldið á lofti
sem hinni einu góðu og gildu menn-
ingarvöru. Vitanlega er þar að finna
margt gullkornið þó að hitt og annað
sem birzt hefir sé misjafnlega þungt á
menningarmetaskálunum.
Þó hefir tónlistin einnig megnað að
vinna hér verðugt hlutverk og náð
nokkrum tökum í hugum almennings,
því það er með hana eins og ritstörfin,
að hún hlýtur að ná að nokkru leyti
almennings áheyrn þar eð tónverk eru
sungin og leikin á opinberum samkom-
um.
Alt öðru máli er að gegna hvað
myndlistinni viðvíkur! Starfið er þess
eðlis að það er mestmegnis unnið í
kyrþey og kemur aldrei fyrir almenn-
ingssjónir. En Vestur-Islendingum, ekki
síður en öðrum mönnum er margt til
lista lagt. Ennfremur eiga þeir arfgenga
útþrá, — löngun til þess að kanna nýjar
brautir, — ný viðfangsefni! Þeir una
ekki andlegri kyrstöðu og, þó bundnir
séu hversdagsstörfunum, finnur andleg
atorka þeirra framrás í iðkun allskonar
lista. Eins og tónskáldin hafa þeir lán-
að listinni haga hönd og hugvit sitt án
nokkurs tillits til veraldlegs hagnaðar,
aðeins knúðir af innri nauðsyn til þess
að þroska sjálfa sig andlega og verk-
lega. Samt sem áður liafa þeir sýnt lofs-
verðann skilning á gildi starfsins og
hafa lagt mikið á sig til.þess að öðlast
fræðilega og verklega þekkingu í list-
rænum efnum. Standa þeir að því leyti
sízt að baki þeim sem iðkað hafa orðsins
list, því flestir hafa þeir stundað nám
við listaskóla, notað sér skemmri nám-
skeið á kvöldskólum, og hafa einnig
af sjálfsdáðum aflað sér tæknilegrar
undirstöðu í fögrum listum með því
að kynna sér góðar námsbækur.
öllu því starfi sem afkastað hefir ver-
ið á myndlistasviðinu meðal Vestur-
Islendinga verður ekki gerð sæmileg
skil í stuttri ritgerð. Óefað mætti rita
um það allstóra bók. Heillandi hefði
það verið að hafa ofurlítinn undirbún-
ingstíma til þess að afla sér upplýsinga
í þessum efnum og mega rita um það
ítarlega, en í þetta sinn er hvorki tími
né rúm til þess. Verður því að nægja
hér að minnast aðeins lítillega örfárra
Vestur-lslendinga sem iðkað hafa mál-
aralist eða aðrar hliðstæðar listir.
II
Eins og gefur að skilja eru þeir ekki
ýkjamargir, sem gert hafa myndhögg