Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 111
NOKKRIR VESTUR-ISLENZKIR LISTAMENN
93
að reisa á þinghúshæðinni í Salt Lake
City.
Eftir að hann hlaut Tiffany verð-
launin, var hinum unga listamanni
rneiri gaurnur gefinn og voru honum
nú fengin í hendur ýms mjög vanda-
söm viðfangsefni. Þar á meðal voru
marmara gosbrunnar í listigörðum í
Frankfort og Richmond, Indiana; út-
höggnar myndir á International House,
í Chicago, og ýmsum öðrum almenn-
um byggingum. Minnisvarða hjó hann
ýmist úr steini eða marmara í Vincen-
nes, Indiana og víðar, Standmyndir
hans hafa verið á mörgum merkum
sýningum og hafa hlotið mikið lof og
mörg verðlaun. Árið 1931 hlaut hann
“The Garden Sculpture Prize” á Hoos-
ier sýningunni og þrem árum síðar
Hickox verðlaunin. Á Hoosier sýning-
unni 1936 var honum veittur ‘The
Prize for Merit’ fyrir framúrskarandi
mynd úr marmara sem hann nefndi
“Móðir og barn”. Árið 1937 hlaut hann
“The Indianapolis Art Association
Prize’ sem gefinn var það ár í fyrsta
sinn, við Herron Art Institute.
Um haustið 1944 hóf Jónson starf
sitt sem kennari í höggmyndalist við
Cranbrook Academy of Art í Michigan,
sem er álitið einn hinn allra fullkomn-
asti af listaskólum landsins. Hann and-
aðist á heimili sínu í Bloomfield Hills
21. janúar, 1947.
Til minningar um hinn mæta kenn-
ara og vin keypti Cranbrook skólinn
tvær merkar myndastyttur eftir hann
. fyrir listasafn sitt og sérstök sýning á
verkum hans var haldin, sem bar ótví-
rætt vitni um fjölhæfni hans og fegurð-
arsmekk. Þar voru sýndar myndir úr
steini, marmara, alls konar harðviði,
gipsmyndir og myndir mótaðar úr leir
(plasticine og terra cotta). Mun hann
hafa haft fágæta hæfileika til þess að
velja að jafnaði þann efnivið fyrir lista-
verk sín sem áhrifamestur var til að
túlka hugsjónir hans. Þannig er hin
hrikalega standmynd hans “Cargador”,
höggvin úr Mexican Granite, en frá-
Abraham Lincoln, eftir Jón M. Jónson
bærlega fíngert og fágað brjóstlíkneski
af konu listamannsins hefir hann meitl-
að úr ljósrauðum marmara (Pink
Georgia marble). Er hann vildi láta
andlitsmyndir sínar tákna einkum góð-
mensku og göfgi sálarinnar skar hann
þær úr áferðarfögrum hnetuviði, eins
og t. d. höfuðlíkan það er hann nefnir
“Sigrún”, og virðist heiðríkja hugans,
og rósemi og staðfesta íslenzkrar kvenn-
hetju geisla út frá myndinni.
Af listaverkum Jónsons hefir e. t. v.
vakið rnesta athygli mynd hans af
Abraham Lincoln, og er hún álitin ein