Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 112
94
TÍMARIT ÞJ6ÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
sú allra bezta sem til er af honum. í
þeirri mynd hefir efnisval og framúr-
skarandi hagleiki listamannsins sam-
einast fullkomlega til þess að framleiða
meistaraverk. Myndin er skorin úr
hnetuvið (African Walnut) og er sem
hin mjúka áferð, bjarrni og innri ylur
efnisviðsins túlki fyllilega eiginleika
hins göfuga og vitra forseta.
Líf sitt alt helgaði Jón Magnús Jón-
son listinni af einlægni og heilurn huga
með það fyrir augum, að hún ætti að
fegra og betra hið innra líf mannsins.
Hann trúði því, að hún gæti orðið
göfugt verklæri í höndum listamanns-
ins til þess að bjarga mönnunum frá
því að verða að endingu þrælar þeirrar
yfirgnæfandi vélamenningar, sem þeir
sjálfir höfðu skapað til að þjóna rnann-
kyninu, en sem væri að verða þeim
yfirsterkari. Samverkamenn lians við
Cranbrook listaskólann fundu því
lljótt, að hann var vel til þess kjörinn
að hrífa huga nemendanna og blása
þeim í brjóst áhuga og ástundunar-
semi, og hans er hvervetna minnst sem
göfugs prúðmennis.
Óhjákvæmilegt virðist vera að telja
með í þessum flokki Vestur-íslenzkra
listamanna, Nínu Sæmundson og Magn-
ús Á. Árnason, þó að ungfrú Sæmund-
son fengi menntun sína mest rnegnis er-
lendis og Magnús sé nú fluttur aftur
til Islands þar sem hann stundar list
sína.
I Ameríku hefir Nína Sæmundson
stundað höggmyndalist í meira en
tuttugu ár og unnið sér frægð og frama
fyrir listaverk sín. Hún er dóttir Gunn-
ars Sæmundssonar, bónda í Fljótshlíð,
og konu hans Þórunnar Gunnlaugs-
dóttur, og er yngst fimtán systkina.
Stundaði hún listanám í Kaupmanna-
höfn við Royal Academy of Beaux
Arts, og útskrifaðist með heiðri. Voru
myndir hennar þá sýndar víða og
henni fengin í liendur ýms verkefni
fyrir almennar stofnanir. Síðan fór
hún til Parísar og Rómaborgar til þess
að fullkomna sig í höggmyndagerð, og
ferðaðist einnig til Tunis í Afríku. I
París lijó hún myndastyttuna “Móðir
og barn”, sem ávann henni mikinn
heiður og var sýnd í ‘Grand Palais’, og
listakonunni veitt viðtaka sem meðlims
þeirrar stofnunar. Mynd þessi stenchir
Nína Sæmundson við vinnu sína
í listigarði í Reykjavík, og einnig
keypti íslenzka stjórnin “Sofandi
drengur”, en það var fyrsta rnynd
hennar gerð í fullri stærð.
Eftir að til Ameríku kom hélt Nína
Sæmundson nokkrar sýningar í New
York, og hjó hún þar út brjóstlíkan af
mörgunr frægum mönnum og konuin.
Voru þar á meðal: Greta Nissen; rit-
höfundurinn Fannie Hurst; leikonan
Eva LeGallienne; og landkönnuðurinn
Vilhjálmur Stefánsson.
Ungfrú Sæmundson vann sigur ur
býtum í samkeppni sem Waldorf Ast-