Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 116
98
TÍMARIT ÞJ6ÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
um, þar á meðal “The Calgary Her-
ald”, “The Farm and Ranch Review”,
“The Icelandic Canadian”, og í “Lög-
bergi”. Fimm ljóð hennar voru prent-
uð í “The Alberta Poetry Year Book”,
og höfðu þrjú þeirra hlotið viðurkenn-
ingu (honorable mention) í samkeppn-
um er “Canadian Authors’ Association”
heldur árlega. Hún yrkir undir nafn-
inu —Helen Swinburne.
Helen hefir samið ljóðasafn fyrir
börn og sömuleiðis er hún nú að safna
efni í æfintýra sögur handa börnum.
Hefir hún í huga að teikna myndir fyr-
ir þessar bækur og láta gefa þær út.
Til Calgary flutti liún árið 1948 með
móður sinni sem dvalið hafði hjá þeim
hjónum síðan Sveinbjörn, faðir henn-
ar dó, 1927. Einnig eru til heimilis hjá
lrenni bróðir hennar, Þórður og sonar-
dóttir hennar.
Meðal vestur-íslenzkra listamanna er
Charles Thorson einstæður. Lagði
hann fyrir sig auglýsingadráttlist og
skopmynda teikningar, (cartoons). En
])að var starf hans fyrir kvikmyndafé-
lögin í Hollywood sem sýndi bezt hina
frjóu sköpunargáfu hans og gerði hann
frægan.
Eftir að vinna allmörg ár við aug-
lýsingateikningar í Winnipeg lagði
hann leið sína til Hollywood árið 1934.
Æfintýrakvikmyndir fyrir börn, sem
kallaðar eru “animated cartoons”, voru
þá að byrja að koma fyrir almennings-
sjónir. Varð nú Thorson starfsmaður
hjá Walt Disney, sem var aðal hvata-
maður þessarar nýju kvikmyndagerðar,
og var sem starfið hefði verið skapað
fyrir Thorson eða hann fyrir starfið.
í hugmyndaheimi hans skópust nú
nýjjar myndir og teiknaði hann þær af
mikilli snilld. Hefir hann upphugsað
og teiknað rnyndir af þessu tagi fyrir
meira en hundrað kvikmyndir. Eru
þar á meðal fjöldi af þeim myndum
sem mest og best hafa skemt fullorðn-
um jafnt sem börnurn, um margra ára
skeið eins og t. d. hinn kúnstugi og úr-
ræðasnjalli héri, “Bugs Bunny“ sem all-
ir þekkja.
Einnig teiknaði Thorson fyrir kvik-
myndafélög í Culver City; Miami,
Florida, og New York.
Eftir þrettán ára dvöl í Hollywood
kom hann aftur til Winnipeg. Þá urn
haustið 1947 kom út eftir hann afar
skrautleg barnabók. Var það saga af
litlunr Indíána dreng sem hann nefndi
“Keeko”, og vinum hans og óvinum í
dýraríkinu. Samdi Thorson söguna og
teiknaði af mikilli list þann fjölda
mynda sem henni fylgja á hverri síðu
bókarinnar. Er hún prentuð á vandað-
an, gljápappír og flestar eru myndirn-
ar prentaðar í litum, (chromolitho-
graphs). Sala á bókinni náði hámarki
bæði í Canada og Bandaríkjunum og
voru 60,000 eintök seld fyrsta árið, og
fyrir hana var Thorson gerður heiðurs-
meðlimur í “The Mark Twain Fellow-
ship”. Er sú sæmd veitt aðeins þeirn,
sent unnið hafa fágætt afrek á ein-
hverju sviði menningarinnar.
Charles Thorson er fæddur á Gimli,
árið 1890. Er hann sonur Stefáns Thor-
son og konu hans Sigríðar Þórarins-
dóttur. Foreldrar Stefáns voru Þórður
og Sigríður Jónsd., hjón í Ásakoti í
Biskupstungum. Síðast liðið ár hefir
Charles verið í Winnipeg að vinna að
því að semja fleiri barnabækur. Verður
sú næsta í röðinni sagan um “Oogie”,
litla Eskimóann, og svo mun koma
Zulu-drengurinn “Zookie”.
Þó að maðurinn sé gæddur frum-
skapandi frjóviði í landnámi andans