Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 119

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 119
NOKKRIR VESTUR-ISLENZKIR LISTAMENN 101 því starfi, því liugur lians hneigðist mjög í aðra átt. Lærði hann þá lista- málningu og upp frá því vann hann við auglýsingateikningar (sign painting). Teiknaði hann einnig og málaði alls konar myndir, ýmist af mönnum, bæj- um eða landslagi. Á mörgum heimil- um í Winnipeg skreytti hann stofu- veggi með málverkum (murals). En að- allega er hann kunnur fyrir þau ágætu leiksviðstjöld er hann hefir málað. Hann taldi ekki eftir sér að vaka langL fram eftir nóttu, oft að loknum æfing- um, við að mála tjöldin, og er það ó- metanlegt starf í þágu leiklistarinnar. Að öllum líkindum lrefir hann málað lang-flest af leiktjöldum vestur-Islend- inga í Winnipeg og mega sum þeirra teljast veruleg listaverk, eins og t. d. “Álfheimar”, í "Nýársnóttinni”. Málverk eftir Árna Sigurðsson var sýnt á “Art Gallery” í Winnipeg í marz, 1948, á hinni árlegu sýningu sem hald- in er af “Manitoba Society of Artists”. Við þessi tækifæri eru sýningargestir, sem koma í hundraðatali til þess að skoða listaverkin, beðnir að greiða at- kvæði um það hvert málverk þeim finnist vera bezt. 1 þetta sinn varð mynd Árna fyrir valinu og var hún dæmd bezt af þeim níutíu og fimm málverkum sem sýnd voru. Má þetta teljast mikill sigur fyrir mann sem að mestu er sjálfmentaður í málaralistinni, og sannast það á Árna að “sigursæll er góður vilji”, því með- fæddar gáfur sínar hefir hann notað sér og öðrum til gagns og gleði. Árni er fæddur 12. nóvember 1884, á Hálsi í Svarfaðardal. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson, orðlagður sjómaður við Eyjafjörð og Ásta Ant- onsdóttir frá Arnarnesi, Sigurðssonar, Benediktssonar. Hann ólst u,pp hjá Antoni, afa sínum, í Arnarnesi og bar snemma á því að hann var hagur til handa og gáfaður til bóknáms. Tré- smíði lærði hann hjá þeim félögum Jónasi Gunnarssyni og Sigtryggi Jóh- annessyni, á Akureyri og mun liafa fengið sveinsbréf 1905 eða 6. Að loknu iðnnámi sigldi hann til Kaupmannahafnar og Bergen og dvaldi j^ar í eitt eða tvö ár við framhaldsnám í fagteikningu, en ekki hafði hann tækifæri til þess að afla sér tilsagnar í málaralist Joótt hann hefði mikla löng- un til þess. Sumarið 1910 flutti hann með konu sinni, Hallfríði Stefaniu Stefánsdóttur, til Winnipeg og gerðist skjótt dugandi meðlimur í ýmsum samtökum .Islend- inga þar, sérstaklega þeim sem rækt lögðu við íslenzka leiklist. Á því sviði komu hæfileikar hans og listfengi að góðum notum. Var það mikið fyrir dugnað hans og áhuga að Goodtempl- arar og Ungmennafélag únítara héldu uppi leiksýningum á árunum 1911-18. Þegar íslenzki klúbburinn ”Helgi Magri” réðist í það að fá Guðrúnu Indriðadóttur frá Reykjavík, 1912, til þess að leika Höllu í “Fjalla-Eyvindi”, og stjórna æfingum, þá lék Árni Ey- vind af mikilli snild. Auk þess hafði hann umsjón með öllum leiksviðsbún- aði og var það vandasamt verk sem hann leysti af hendi af mestu prýði. Vorið 1922 flutti Árni til Wynyard og gerðist þá strax forvígismaður að íslenzkum leiksýningum þar. Stjórnaði hann þar sýningum á “óskastundinni”, sem varð víðförlasti leikur Islendinga vestan hafs, og var hann sýndur í flest- öllum byggðum þeirra í Manitoba og Saskatchewan. Eftir að hann missti konu sína, árið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.