Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 119
NOKKRIR VESTUR-ISLENZKIR LISTAMENN
101
því starfi, því liugur lians hneigðist
mjög í aðra átt. Lærði hann þá lista-
málningu og upp frá því vann hann við
auglýsingateikningar (sign painting).
Teiknaði hann einnig og málaði alls
konar myndir, ýmist af mönnum, bæj-
um eða landslagi. Á mörgum heimil-
um í Winnipeg skreytti hann stofu-
veggi með málverkum (murals). En að-
allega er hann kunnur fyrir þau ágætu
leiksviðstjöld er hann hefir málað.
Hann taldi ekki eftir sér að vaka langL
fram eftir nóttu, oft að loknum æfing-
um, við að mála tjöldin, og er það ó-
metanlegt starf í þágu leiklistarinnar.
Að öllum líkindum lrefir hann málað
lang-flest af leiktjöldum vestur-Islend-
inga í Winnipeg og mega sum þeirra
teljast veruleg listaverk, eins og t. d.
“Álfheimar”, í "Nýársnóttinni”.
Málverk eftir Árna Sigurðsson var
sýnt á “Art Gallery” í Winnipeg í marz,
1948, á hinni árlegu sýningu sem hald-
in er af “Manitoba Society of Artists”.
Við þessi tækifæri eru sýningargestir,
sem koma í hundraðatali til þess að
skoða listaverkin, beðnir að greiða at-
kvæði um það hvert málverk þeim
finnist vera bezt. 1 þetta sinn varð
mynd Árna fyrir valinu og var hún
dæmd bezt af þeim níutíu og fimm
málverkum sem sýnd voru.
Má þetta teljast mikill sigur fyrir
mann sem að mestu er sjálfmentaður í
málaralistinni, og sannast það á Árna
að “sigursæll er góður vilji”, því með-
fæddar gáfur sínar hefir hann notað
sér og öðrum til gagns og gleði.
Árni er fæddur 12. nóvember 1884,
á Hálsi í Svarfaðardal. Foreldrar hans
voru Sigurður Sigurðsson, orðlagður
sjómaður við Eyjafjörð og Ásta Ant-
onsdóttir frá Arnarnesi, Sigurðssonar,
Benediktssonar. Hann ólst u,pp hjá
Antoni, afa sínum, í Arnarnesi og bar
snemma á því að hann var hagur til
handa og gáfaður til bóknáms. Tré-
smíði lærði hann hjá þeim félögum
Jónasi Gunnarssyni og Sigtryggi Jóh-
annessyni, á Akureyri og mun liafa
fengið sveinsbréf 1905 eða 6.
Að loknu iðnnámi sigldi hann til
Kaupmannahafnar og Bergen og dvaldi
j^ar í eitt eða tvö ár við framhaldsnám
í fagteikningu, en ekki hafði hann
tækifæri til þess að afla sér tilsagnar í
málaralist Joótt hann hefði mikla löng-
un til þess.
Sumarið 1910 flutti hann með konu
sinni, Hallfríði Stefaniu Stefánsdóttur,
til Winnipeg og gerðist skjótt dugandi
meðlimur í ýmsum samtökum .Islend-
inga þar, sérstaklega þeim sem rækt
lögðu við íslenzka leiklist. Á því sviði
komu hæfileikar hans og listfengi að
góðum notum. Var það mikið fyrir
dugnað hans og áhuga að Goodtempl-
arar og Ungmennafélag únítara héldu
uppi leiksýningum á árunum 1911-18.
Þegar íslenzki klúbburinn ”Helgi
Magri” réðist í það að fá Guðrúnu
Indriðadóttur frá Reykjavík, 1912, til
þess að leika Höllu í “Fjalla-Eyvindi”,
og stjórna æfingum, þá lék Árni Ey-
vind af mikilli snild. Auk þess hafði
hann umsjón með öllum leiksviðsbún-
aði og var það vandasamt verk sem
hann leysti af hendi af mestu prýði.
Vorið 1922 flutti Árni til Wynyard
og gerðist þá strax forvígismaður að
íslenzkum leiksýningum þar. Stjórnaði
hann þar sýningum á “óskastundinni”,
sem varð víðförlasti leikur Islendinga
vestan hafs, og var hann sýndur í flest-
öllum byggðum þeirra í Manitoba og
Saskatchewan.
Eftir að hann missti konu sína, árið