Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Qupperneq 124
106
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÆLAGS ÍSLENDINGA
nafninu “Ásta málari”. Þetta viður-
nefni fékk hún sökum þess að hún varð
fyrsta íslenzka konan, og óefað fyrsti
kvenmaður í heimi, til þess að full-
komna sig í málaraiðn (húsamálningu).
Tók hún sveinspróf í þeirri iðn í Kaup-
mannhöfn vorið 1907 og fékk bronse-
medalíu fyrir prófsmíð sína. Fékk hún
þá leyfi til að ganga í teikniskóla, og
var þá veittur ofurlítill hluti af iðnað-
armannastyrknum, af því hún var
fyrsta konan sem fékk aðgang að þess-
konar skóla.
Frú Ásta Árnadóttir Norman er systir
listamannsins Magn. Á. Árnasonar, sem
að framan er getið. Á meðal þeirra
systkina eru auk Magnúsar, Ársæll
Árnason, listabókbindari og bókaút-
gefandi í Reykjavík, og Þórhallur Árn-
ason, fyrsti “celloisti” Islands. Systurn-
ar, sjö að tölu, eru einnig listfengar
hver upp á sinn máta.
Þetta var nú meira uppátækið af
konu að fara að mála hús! En hana
langaði til þess að hjálpa móður sinni
til þess að ala upp og rnennta yngri
systkinin. Föður sinn niissti hún á unga
aldri og var hún næstelst systkinanna.
Eftir að vinna í vist fyrir tíu krónum á
ári, reyndi hún að fá vinnu við að mála
hús því það starf var sæmilega vel
borgað. Þetta var árið 1903.
“Eg fór til Jóns Reykdal”, segir
Ásta, “og bað hann að taka mig í vinnu.
Hann tók því fjarri fyrst í stað, skildi
ekki hvað eg, kvenmaðurinn, hefði
með það að gera að læra að mála. Hann
lét sig að lokum og eg var hjá honurn
í tæpt ár. Fyrsta húsið senr eg rnálaði
var Ingólfshvoll.” •
f Kaupmannahöfn jafnframt nám-
inu í teikniskólanum vann Ásta fyrir
sér nreð því að nrála hús en fór svo til
Hamborgar í Þýzkalandi, “með tvær
hendur tómar, og kunni ekki orð í
þýzku”, segir lrún. En hún fékk fljótt
vinnu og lauk þar meistaraprófi 1910.
Blöð og tímarit í ýmsunr löndunr fluttu
greinar um Ástu og starf hennar.
Hún ferðaðist mikið unr í Þýzka-
landi, fór til Berlínar og Dresden og
skoðaði listasöfn. Að því loknu fór hún
til Reykjavíkur og starfaði þar í tíu ár.
Oft hafði hún marga menn í vinnu og
nokkra lærlinga, pilta og stúlkur.
En útþráin bar hana ennþá lengra út
í heiminn og skundaði hún nú til Vest-
urheims. Ætlaði hún sér að vera aðeins
eitt ár, en það fór á annan veg. Árið
1920 giftist hún í Washingtonríki
svissneskunr nranni, Jakob Tlröni, en
nrissti hann af slysi eftir þriggja ára
sarnbúð. Flutti lrún þá til Seattle og
fór aftur að mála til þess að vinna fyrir
sér og ársgamalli dóttur. Síðar giftist
hún Jólranni Nornran og eiga þau
þrjú uppkonrin börn. Heinrili þeirra
er i Point Roberts, Waslrington.
Ásta hefir gefið sig nokkuð að æðri
málaralist. “Eg var nú konrin yfir
fimtugt”, segir lrún, “þegar eg gekk í
listaskóla í Seattle, en hef síðan málað
þó nokkuð af myndum bæði landslags-
og andlitsmyndum. Þegar nraður lærir
handverk í Evrópu, þá verður maður
jafnframt að læra að teikna, og eg
gekk ætíð á kveldskóla þau ár sem eg
vann í Evrópu, en mátti ekki hugsa til
æðra listnáms í þá daga.”
Árið 1946 heimsótti Ásta ísland og
tók nokkrar af myndunr sínunr nreð
sér til þess að sýna heima. Síðan gekk
hún aftur á listaskóla í Seattle, og
hafði nreð höndum mörg af fögum
skólans, svo senr vatnslitamyndir, olíu-
málningu, og andlistmyndir (portraits)
eftir lifandi fyrirmynd.
“Og þar við situr sem stendur”, seg-