Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 127
NOKKRIR VESTUR-ÍSLENZKIR LISTAMENN
109
ákaflega hraðvirk þá er vandvirkni
hennar og nákvæmni svo mikil að alt
sem hún gerir er vel gert!
Mesta afrek sem Kristín hefir unnið
er það að móta margar stærðar mynd-
Víkingur (snjórnynd) eftir Kristínu Johnson
ir úr snjó! Það var árið 1937 að annað
dagblaðið í Winnipeg bauð verðlaun
fyrir snjómyndir, og Kristín var ekki
lengi að hugsa sig um! Mótaði hún
Jrað ár tvær eftirlíkingar úr snjó í
garðinum fyrir framan hús sitt. Var
önnur þeirra eftirmynd af hinni undra-
verðu Indversku byggingu, “The Taj
Mahal at Agra” með öllum hennar
turnum, pílárum og útflúri, þetta var
alveg meistarleg smíð, sérstaklega sök-
um þess að verkið var svo fíngert.
Hlaut nú Kristín önnur verðlaun fyrir
þetta verk. Árið eftir hlaut hún einnig
önnur verðlaun fyrir snjómyndina af
Norrænum Víking í meira en fullri
stærð. Fimm snjó-myndir bjó hún til
í alt, og það þarf bæði hreysti og þraut-
seigju til þess að standa úti í nístings-
kulda og hnoða með berum höndum
myndir úr snjó!
Síðar sótti Kristín í þrjá vetur nám-
skeið í höggmyndalist og hefir mótað
og steypt úr gips mörg ágæt höfuðiík-
ön og aðrar myndir.
Kristín er fædd í Winnipeg 18. des-
ember 1892. Foreldrar hennar, Ketill
Valgarðsson frá Gröfurn í Eyrarsveit í
Snæfellsnessýslu, og Soffía Sveinbjörns-
dóttir frá Saururn í Laxárdal í Dala-
sýslu, fluttu skömmu síðar til Gimli
og ólst Kristín þar upp.
Guðmundur, maður Kristínar hefir
rakarastofu í Winnipeg. Hann er son-
ur Björns Jónssonar og Guðrúnar
Grímsdóttur, bæði ættuð úr Vopna-
firði í Norðurmúlasýslu.
Frá unga aldri hefir Kristrún Sig-
valdason átt að etja við ólæknandi
sjúkdóm. En líf hennar er fagurt dæmi
þess hvernig einstaklingurinn, Jnrátt
fyrir langvarandi þrautir og þjáning-
ar, getur þroskað hæfileika sína og
skapað sér lífsgleði með uppbyggjandi
starfi.
Kristrún kom með foreldrum sínum
frá íslandi 1892. Faðir hennar er Sig-