Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 128
110
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÆLAGS ÍSLENDINGA
tryggur Sigvaldason frá Þórustöðum á
Svalbarðsströnd, en móðir hennar sem
nú er látin, hét Guðný Friðbjarnar-
dóttir, ættuð úr Flateyjardal í S.-Þing-
eyjarsýslu. Settist fjölskyldan að í
Argy 1 e-byggðinni fyrir norðan Baldur
en flutti síðar í það þorp.
Eftir að hafa sótt barnaskólanám í
nokkur ár veiktist Kristrún af liðagift
(arthritis). Ágerðist veikin ár frá ári og
urðu allar lækningartilraunir árangurs-
lausar.
Kristrún hafði ákafa löngun til þess
að læra málaralist, og nokkra tilsögn
fékk hún í heimahúsum. Síðar er hún
var tímunum sarnan undir læknishendi
í Winnipeg naut hún frekari tilsagn-
ar í málaralist og fór henni fljótt.
fram, því hún var bæði námfús og frá-
bærlega listfeng að eðlisfari.
Síðan hefir lífsgleði hennar verið í
því fólgin að mála myndir og gera alls-
konar prýðilega handavinnu, svo sem
útsaum og skeljamyndir (shell craft).
Hún er einnig mjög bókhneigð, les
rnikið og hefir ánægju af því að tala
um bókmenntir við vini sína.
Myndir Kristrúnar eru álitnar frá-
bærlega góðar, hefir hún selt töluvert
af þeim og nokkrar hafa verið sýndar
í ‘Winnipeg Art Gallery’. Meðan hún
gat, með aðstoð góðra vina, ferðast of-
urlítið um héraðið í bíl, málaði hún
fjölda af landslagsmyndum, en síðari
árin hefir hún orðið að sitja heima í
hjólastólnum sínum og láta sér nægja
að mála blóm sem vinir hennar færa
henni, eða teikna eftir öðrum mynd-
um (copies). Hendur hennar eru nú
svo krepptar að hún naumast getur
höndlað málburstann, en hún lætur
ekki bugast, brosir, gerir að gamni
sínu og heldur áfram að mála.
Guðrún Bíldfell var ein af þeirn
Vestur-Islendingum sem alt af vildi
halda áfram að menntast. Hún var
barna- og miðskóla kennari í Winni-
peg í meira en tuttugu ár og þess á
milli stundaði hún framhaldsnám í
ýmsum listagreinum.
Hússtjórnarstörf lærði hún við Gci-
umbia háskóla og Minnesota háskól-
ann og einnig stundaði hún nám við
tónlistaskóla í Lake Forest, Illinois.
Þegar Guðrún var ung byrjaði hún
að mála jólakort og ýmislegt af því
tagi, og naut síðar formlegrar mennt-
unar í málaralist við listaskóla í King-
ston, Ontario, og í Stillwater, Minn-
esota. Tvisvar sótti hún sumarnámskeið
það er haldið er árlega í Banff, Alberta
(Banff Scool of Fine Arts). Hún var
einnig meðlinrur listamannafélagsins í
Winnipeg, “The Winnipeg Sketch
Club”.
Einlægan áhuga hafði Guðrún fyrir
öllum góðum og göfugum málefnum
og var framúrskarandi afkasta mikil á
öllum sviðum er hún lagði sig eftir.
Alt sem hún tók að sér að gera fórst
henni vel úr liendi. Hún stjórnaði
barnasöngflokkum og hljómsveitum
við ýmsa skóla þar sem hún var kenn-
ari og tók mikinn og góðan þátt í
menningarstarfsemi Islendinga í Win-
nipeg.
Guðrún Þjóðbjörg Bildfell var fædd
í Seattle, Washington, 19. júlí 1899.
Ögmundur faðir hennar, er lézt fyrir
tveim árum, var sonur Jóns ögmuncls-
sonar, frá Bíldsfelli í Grafningi í Ár-
nessýslu, og Þjóðbjargar Ingimundar-
dóttur frá Króki í sömu sveit. En Sig-
ríður, móðir hennar er dóttir Jóns Jón-
atanssonar, Þorkelssonar frá Flautafelh
í Þistilfirði. Kona Jóns var Guðrún
Sveinungadóttir, Jónssonar Halldórs-