Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 129
NOKKRIR VESTUR-ISLENZKIR LISTAMENN
111
sonar úr Kelduhverfi. Þau hjón ög-
mundur og Sigríður fluttu aftur til
Winnipeg er Guðrún var á fyrsta ári.
Guðrún ferðaðist víða um lönd og
var næm fyrir öllum listrænum áhrif-
um er þessi ferðalög veittu henni. Árið
1930 fór hún til Islands og víða um
Evrópu. Skoðaði hún þá listasöfn og
kynnti sér frægustu listaverk. Einnig
fór hún til New York, Ghicago og
tvisvar til Californíu. Á bíl sínum
ferðaðist hún um þvert og endilangt
Manitobafylki og einu sinni eða tvisvar
lengst norður í óbyggðir með bát
(canoe). Málaði hún þá myndir af ýms-
um fögrum og afskektum stöðum.
Myndir sínar hefir hún bæði selt og
sýnt á sýningum í Winnipeg. Árið
1948 var henni boðið að senda nokkrar
myndir á sýningu í Toronto en ekkert
gat orðið af þeirri ráðagerð því þá var
Guðrún orðin mjög þjáð af sjúkdómi
þeim er varð henni að banameini. Hún
andaðist í Winnipeg 24. október, 1950.
Síðustu sjö ár ævinnar bjó hún við
mikla vanheilsu en hún lagði ekki árar
í bát, meira að segja eftir að hún varð
rúmföst. Árið 1948 fór hún til Cali-
forníu, að nokkru leyti sér til heilsu-
bótar en notaði um leið tækifærið til
þess að stunda málaralist í listamanna-
þorpi er nefnist, “Carmel by the Sea”.
Þar málaði hún margar undursamlega
fallegar myndir, og má segja að hún
nyti til æfiloka þeirrar lífsgleði sem
veitist þeim er vinna í einlægni að því
að efla og styðja fegurð tilverunnar.
Ing%rar Haukur Stefánsson fæddist
3. júní 1901 á Rjúpnafelli í Vopnafirði.
Tveggja ára að aldri kom hann með
rnóður sinni, önnu Guðmundsdóttur,
til Winnipeg. Anna er systir tónskálds-
ins, Björgvins Guðmundssonar, á Ak-
ureyri. 1 Winnipeg gékk Anna að eiga
Sigbjörn Sigbjörnson og fluttu þau
hjón á bújörð í íslenzku nýlendunni
nálægt Leslie, Saskatchewan. Það var
þar í litlu bjálkahúsi sem Haukur, þá
sjö ára drengur, fór að teikna á papp-
írsblöð og krita myndir á fjósveggina,
því þeir voru úr timbri!
“Árin liðu”, segir Anna, móðir hans,
“og loks fékk Haukur myndabók, með
litmyndum, í jólagjöf og einnig svo-
lítinn stokk með vatnslitum. Þetta
þótti honum mikil dýrð, og vildi hann
nú endilega komast á listaskóla í Win-
nipeg”.
Er Haukur var um tvítugt rættist sá
draumur hans og stundaði hann nám
við Winnipeg School of Art í þrjá vet-
ur en vann fyrir sér á sumrin með því
að mála hús. Árið 1925 fór hann á lista-
skólann í Chicago og vann fyrir sér á
sumrin eins og áður. Var hann þar við
nám í þrjá vetur.
Til íslands fór Haukur 1930, en kom
aftur til Vesturheims sama ár. Með
honum kom ung íslenzk stúlka, Ásta
Jósefs, að nafni og giltust þau er vest-
ur kom, voru hér í tvö ár og fluttu svo
til Islands árið 1932. Þau eru búsett á
Akureyri, þar sem Haukur hefir húsa-
málningu með höndum og marga
menn í vinnu. Hann er einnig, að sagt
er afburðagóður listmálari, hefir mál-
að fjölda af myndum og leiksviðstjöld-
um, og sagt ungmennum til í málara-
list. Hann hefir selt mikið af myndum,
en gæti eflaust selt miklu fleiri ef hann
kærði sig um það. Hann er mjög upp-
tekinn við dagleg störf sín en ef menn
panta hjá honum myndir þá neitar
hann þeim ekki, þó. hann sé líklegur