Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 131
NOKKRIR VESTUR-ÍSLENZKIR LISTAMENN
113
hún kom aftur til Winnipeg og kenndi
ungum stúlkum að mála, einkum post-
ulín. Við þetta starf var hún í nokkur
ár en vann jafnframt sem saumakona,
því áður hafði hún gengt því starfi.
Einnig sagði hún stúlkunum til við
saumaskap.
“Svo hætti eg kennslustarfinu”, seg-
ir Gerða, “eg hafði alt of mikið að
gera, og svo var nú ekki rnikið upp úr
málaralistinni að hafa,” bætir hún við
brosandi. Hún málar í frístundum sín-
um og á fundum hjá Winnipeg Sketch
Club sem hún sækir reglulega.
Hlaðgerður er fædcl 29. janúar 1883,
í Hraunkoti í Aðaldal í Suðurþingeyj-
arsýslu. Hún er systir Hólmfríðar,
ekkju Dr. Rögnvaldar, heitins Péturs-
sonar, og voru foreldrar hennar Jónas
Kristjánsson og Guðrún Þorsteinsdótt-
ir. Níu ára kom Gerða frá íslandi til
Winnipeg og fór snennna að vinna fyr-
ir sér. Hún er prýðilega að sér sem
saumakona, og hefir fjölda af föstum
viðskiptavinum.
Enn eru óupptaldir fjöldi af V.-ls-
lendingum sem rneira eða rninna hafa
gefið sig við málaralist um eitthvert
skeið ævi sinnar. I því sambandi má
minnast á skáldkonuna, Láru Goodman
Salvei'son sem á síðari árum hefir mál-
að myndir sér til gamans og afþreying-
ar, en ekki stundað nám formlega. Þá
er Þ. Þ. Þorsteinsson, skáld og ritliöf-
undur. Gaf hann sig urn tíma þó nokk-
uð að dráttlistarstarfi og gerði framúr-
skarandi vandasama og fíngerða skraut-
ritun. Einnig hefir hann málað mynd-
ir.
Mrs. Kristín Johnson, ekkja fiðlu-
leikarans, Thorsteins Johnson, er mjög
gefin fyrir alls konar fíngerða handiðn,
°g hefir rnálað mikið á postulín.
Helga Holm (Mrs. J. Sigurdson, að
Lundar, Man.) er með afburðum list-
feng. Hefir hún rnálað myndir, saum-
að út og skorið út myndir. Foreldrar
hennar eru Sigurður og Sigríður Holm,
að Lundar, bæði listfeng rnjög. Faðir
Sigurðar var Daniel, sonur Sigurðar
Jónssonar, hreppstjóra á Tjaldbrekku,
en móðir hans Kristjana Jörundardótt-
ir frá Hólmlátri á Skógarströnd. I
þeirri ætt hefir borið mikið á listfengi
og handlægni á ýmsum sviðurn listar-
innar.
En svona mætti telja upp fólk í það
óendanlega því að kunnugt er að list-
ræni, fegurðarsmekkur og lrandlægni
eru erfðir sem Islendingar eiga í ríkum
mæli.
VI.
Þegar Islendingar komu til þessa
lancls fluttu þeir með sér ríkulegan
bókmenntalegan arf, en á þeim tíma
var ekki um neina myndlist að ræða á
Islandi og átti því þjóðin engar sam-
eiginlegar erfðir á því sviði. Það er
því undravert hve snemma á árurn
frumbyggjanna myndlistin gerði vart
við sig. Vitanlega eru andleg menning
og fegurðarskyn eiginleikar sem eiga
sér djúpar rætur með þjóðinni, og hér í
Vesturheimi hafa þeir hæfileikar þróast
ekki einungis á bókmenntasviðinu;
heldur liafa þeir jafnframt blómgast á
öllum sviðum: myndlistinni, tréskurði,
vefnaði og útsaum; skartgripasmíði og
í annari listiðkun.
Þegar yngri og eldri eru óðfluga að
sogast inn í hina ólgandi hringiðu
“grammófónsmenningar” vorra tíma þá
er gott til þess að vita að enn er fjöldi
manns á öllum sviðum mannfélagsins
sem finnur nautn í því að þroska sköp-
unargáfu í heimi andans eða á hinu