Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 134

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 134
116 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÆLAOS ISLENDINGA gæti kvæðanna, sem öll eru a£ bestu tegund. Innan um eru einstök kvæði á frummálunum ásamt þýðingunni—líklega til að gefa lesend- unum hugmynd um nákvæmni þýðarans, og er það góð nýbreytni. Bókin er um 400 bls. að stærð. Næsta bókin, Swedish Songs and Ballads, er aðeins um 50 síður. Kvæðin eru fyrst á Sænsku nteð einrödduðum lögum, og svo þýðingar á Ensku. Þar rekur maður sig á gamla kunn- ingja innan um—lög og vísur Bellmans, Otto Lindblads, Gunnar Wennerbergs, o.s. frv. Jafn- vel er þar logandi spengileg ensk útgáfa a£ Gamla Nóa (Gubben Noah) eftir þau hjón- in Martin og Inga Allwood. Þriðja bókin, Ameríka-Svensk Lyrik, á síð- ustu 100 árum (1848—1948), er um 200 bls. á stærð. Ef til vill er það sú bókin, sem vakti mest forvitni mína, einmitt núna, þegar tíma- ritið er að rifja upp, hvað okkur Vestur-ís- lenditigum hefir orðið ágengt á sama sviði síð- ustu 75 árin. Þetta eru vitanlega aðeins sýn- ishorn af því sem Svíarnir hér vestan hafs hafa verið að yrkja á móðurmálinu á síðustu hundruS árum, og sem próf. Allwood hefir eft- ir vandlega athugun álitið mest einkennandi þessa starfsemi—ekki nauðsynlega altaf það besta. Hér eru Ijóð eftir 86 skáld, og viður- kcnnir hann það, að óefað séu margir fleiri. sem komið gætu til greina. Nokkrar konur eru í hópnum. Allur fjöldinn var vel mentað fólk, og að tveimur eða þremur undantekn- um, fæddir í heimalandinu. 59 eru nú dánir. Nálega allir af öðrum eða þriðja ættlið, hafa gert enskuna að sínu móðurmáli; má þar til nefna hið vel þekta skáld Carl Sandburg. Kvæðin eru flokkuð eftir efni, svo sem: Móð- urmálið, Föðurlandið, Nýi heimurinn, konan og ástir, trúarljóð, lífspeki, kýmni, o. s. frv. Eg reyndi að líta yfir eitt eða fleiri kvæði í hverjum flokki, og fann þar margt vel ortra kvæða; en jafnvel þó eg verði að játa, að Sænskan liggi mér ekki eins létt á tungu og Is- lenskan, get eg ekki varist þeirri hugsun, að við höfum þar fátt að öfunda. Eins og við er að búast frá svo löngu tímabili, eru hættir, eigi síður en efni, ólíkir—frá hreinu rími niður í rímuleysu. Hér er sýnishorn af seinni ára hátt- leysu—gott kvæði að efni: Höfundurinn, Axei Fredenholm, bjó í Winnipeg um tírna, fór svo lil Bandaríkjanna, en er nú búsettur í föður- landi sínu. Annars hafa, að honum og einum öðrurn undanteknum, allir hinir verið búsett- ir í Bandaríkjunum; margir ekki unað þar, og því horfið heim, eftir lengri eða skemri tíma. Hjartað í vefnaðinum 1 dag vefur hún, í gær óf hún. 1 milli tunglsins nýja og niða situr hún við vefinn. Með mjúkum fingrum greiðir hún þræðina; og milli fagurra litaskifta hnýtir hún ósýnilega hnúta. Helgimyndir ættstofns síns vefur hún í dúkinn; gleði sína og sorg táknar hún í litum— dagmálabjörtum og dökkum sem nótt. Leggirðu eyra við vefinn, heyrir þú hjarta hennar slá; það syngur og titrar í litum og blæbrigðum. Einn dag ber gest að garði, sem kaupir hinn dýra dúk; leggur hann á glerhart gólf fyrir fótaþurku. Hann kannast ekki við sál hennar, sem lifir í verkinu. Hann veit ekki sársauka hjartans, sem troðið er framandi fótum. Við lestur kýmniskvæðanna komst eg að þeirri niðurstöðu, að enginn kemst þar í hálf- kvisti við okkar eina og óviðjafnanlega Káinn. Hér kemur dálítið sýnishorn af kýmninni hjá Svíunum, frítt útlagt: 1 sporvagni sátu þau saman— steinn og hans væntanleg frú. Þau höfðu víst haft sitt gaman, og heim á leið voru þau nú. Eg horfði á varirnar hrærast, sem hvers annars mæltu þau til; og hljóðlaust sá höfuðin bærast, en heyrði ei orðaskil. Eg undraðist einn þar í hljóði, en úrlausn að lokum þó fann: Hún “gum” tugði af miklum móði, en munntóbak jórtraði hann. G. J.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.