Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 146
128
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Jónasson, forseti deildarinnar “Báran” í N.
Dakota kveðjur frá deildinni, bæði í bundnu
og óbundnu máli. Gamalíel Thorleifsson
flutti kveðjur frá heimabygð sinni Garðar-
bygðinni. Aðal ræðu dagsins, fyrir minni land-
nemanna, og bygðarinnar, flutti Dr. Richard
Beck, prófessor frá Grand Forks N. D. og var
sú prýðilega ræða birt i íslenzku blöðunum.
Mrs. J. Westberg frá Wallwood, Sask., flutti
ávarp, en hún er dóttir eins landnemans í
Morden-byggðinni (Árna Árnasonar) og ólst
þar upp. Mrs. T. J. Gísíáson las frumort kvæði
eftir Jóhannes H. Húnfjörð i fjærveru höf-
undarins. Thorst. J. Gíslason einn af fyrstu
landncmum byggðarinnar, rakti sögu hennar
að nokkru, og lýsti frumbyggjalífinu. Einnig
talaði Gísli ólafsson sonur Olafs Árnasonar,
landnema og sem hafði komið á samkomuna í
Tjaldvagni (covered wagon) ásamt bræðrum
sínum og frændum. Fleiri minjagripir frá
Iandnámstíð voru þarna til sýnis. Á milli ræð-
anna söng blandaður kór og einnig karlakór
undir stjórn Mrs. T. J. Gíslason. Einsöngva
sungu séra Egill H. Fafnis og Petrína Sigurðs-
son, dóttir Tryggva O. Sigurðssönar land-
nema. Söngur þeirra beggja vakti mikla hrifn-
ing. Ánægjulegt og var að hlusta á barnaflokk
syngja íslenzka söngva, undir stjórn Mrs. W.
E. ólafssonar (dóttir Jóns Gillis landnáms-
manns) mjög vel og skilmerkilega. Að lok-
inni skemtiskránni, báru konur bygðarinnar
fram ágæta máltíð undir beru lofti öllum að
kostnaðarlausu og svo var dans stiginn fram-
yfir miðnætti.
Að endingu vil eg geta þess, að sömu em-
bættismennirnir voru endurkosnir og voru
árið sem leið.
Með beztu óskum til þingsins
Með virðingu
T. J. Gíslason
Skýrsla deildarinnar “Br'úin”
í Selkirk, Manitoba
Yfirlit yfir gjörðir Þjóðræknisdeildarinnar
“Brúin” í Selkirk. Á liðnu ári 1949. Það má
fullyrða, að sjaldan eða máske aldrei í sögu
deildarinnar hafi gengið eins vel og einmitt
nú. Nýir félagar alltaf að bætast í hópinn.
Á liðnu ári héldum við 9 starfsfundi og auk
þess nokkra spila-fundi. Betur þektir undir
nafninu “Whist-Drive”.
Á liðnu vori héldum við arðberandi sam-
kcmu í sambandi við útbreiðslu fund. Á þeim
fundi sungu ungmenni þau, er notið höfðu til-
sagnar í söng hjá hr. Gunnari Erlendssyni.
Hlutu börnin hið mesta hrós fyrir frammi-
stöðu sína. Forseti Þjóðræknisfélagsins, séra
Philip M. Pétursson var með okkur þetta
k\öld og skemti með ræðu og myndasýningu.
Við erum hontim innilega þakklát fyrir hans
góðu liðveizlu.
Síðast liðið haust héldum við samkomu sem
að eldra islenzka fólkinu í bænum var boðið
á. Á þeirri samkomu flutti séra Sigurður Ólafs-
son fagurt erindi, sömuleiðis, séra Valdimar
Eylands sem sagði okkur hugljúfar fréttir frá
Islandi og sýndi myndir. Við erum báðum
prestunum þakklát fyrir þeirra góðu aðstoð.
Þess má geta að margir voru sóttir og flutt-
iv heim til sín í sambandi við þessa samkomu
og þeim sem ekki gátu verið með, vegna las-
leika var send glaðning heim til sín. Vér lítum
svo á, að þetta sé vel viðeigandi og vonum
að fleiri deildir noti þessa aðferð, að gleðja
Jrá eldri er gæfa hvers manns og um leið er
það traustur tengiliður í okkar þjóðræknislega
starfi, eins er það líka áríðandi að glæða á
huga hinna yngri á verðmætum íslenzkrar
tungu. Við trúum því, að allar góðar vættir
scu okkur hliðhollar og beri málefni okkar
til sigurs. f Jrví trausti beitum við kneri á
ókunnar öldur hins nýbyrjaða árs.
Fjárhagur deildarinnar “Brúin” er sem
fylgir:
Inntektir á árinu 1949............$329.93
Útgjöld ___________________________ $277.72
f sjóði frá árinu 1948_____________$97.14
f sjóði 31. desember 1949__________$146.36
F.inar Magnússon T. ísfeld
forseti skrifari
Skýrsla Þjóðræknisdeildarinnar “Grund”
Þjóðræknisdeildin Grund í Argyle-bygð er
enn við líði, en lítil eru afreksverk hennar á
árinu. Hún hefir samþykt að gefa $50.00 í
sjóðinn til stofnunar kennara embættis í fs-
lenzkum fræðum við Manitoba háskólann og
mun gangast fyrir að gefa meira ef ástæður
leyfa. Deildin hefir illa afstöðu með fundar-
höld og er illmögulegt að hafa sameininlega
fundi í hinum 4 bygðarpörtum á vetrum, en
á sumrum er annríki mikið. B. S. Johnson er