Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 147
ÞINGTIÐINDI
129
forseti deildarinnar, en G. J. Oleson ritari,
Ingi Svainson er féhirðir. Einn bezti maður
deildarinnar flutti til Winnipeg, á árinu og
var það deildinni skaði.
Á árinu kallaði dauðinn hr. A. E. Johnson,
sem var ætíð tryggur fslenzkum félagsmálum
og deildinni einlægur meðlimur. Skömmu fyr-
ir S. þjóðræknisþing dóu þeir S. B. Gunnlaugs-
son og Hans Jónsson, sem báðir voru góðir ís-
lendingar og nú er nýlega dáinn hr. J. A.
Walterson, sem lengi var mcð í Þjóðræknisfé-
laginu. í deildinni voru síðast liðið ár 33 með-
limir, eru margir þeirra ágætir þjóðræknis-
menn og konur sem eru ákveðnir fslendingar
en við erum svo fámenn, að erfitt er að inna
af hendi mikið starf, en í Argyle, á íslenzkan
samt eins gott griðland og víðast hvar annat-
staðar og við vonum að hún eigi eftir að lifa
langan tíma.
G. J. Oleson
skrifari
Glenboro,18. febrúar, 1950.
Hr. G. J. Oleson flutti og kveðjur, frá Jón-
asi Helgasyni og Margréti Jósefsson sem eiga
heima í Argyle-bygð til þingsins.
Skýrsltun þessum og árnaðar óskum og kveðj-
um veitti þingið móttöku með þakklæti.
Þingmál sett í nefndir.
Gtbreiðslumál
Dr. Beck lagði til og Haraldur Ólafsson
studdi, að forseti skipi fimm menn í það mál.
Forseti skipaði þessa: Gunnar Sæmundsson,
Þorstein Gíslason, Harald Ólafsson, Elínu Hall,
og séra Jóhann Friðriksson.
Fjármál
J. J. Bíldfell lagði til að þriggja manna
nefnd sé sett í það mál, Sigurður Baldvinson
studdi og var tillagan samþykt. Forseti skipaði
þessa í nefndina: Grettir Eggertsson, Einar
Magnússon og J. B. Johnson.
Samvinnumál við ísland
Dr. Beck lagði til og Miss Viðdal studdi, að
fimm menn séu skipaðir í þá nefnd. Sam-
þykt. Þessir voru skipaðir af forseta: G. L.
Jóhannsson, Dr. R. Beck, Böðvar Jakobsson,
scra Valdimar Eylands og Einar Sigurðsson.
Útgáfumál
Þorsteinn Gíslason lagði til og H. Hjaltalin
sluddi, að forsetinn skipi þrjá menn í þá
nefnd. Samþykt. Forseti skipaði þessa: Jón
Ásgeirsson, Mrs. Eríðu Lyons og Hjört Hjalta-
lín.
Minjasafnsmálið
Trausti Isfeld lagði til og Mrs. A Sigurðsson
studdi, að skipaðir séu þrír menn í þá nefnd.
Samþykt. Skipaðir voru B. E. Johnson, Þórar-
inn Gíslason og Sigurður Baldvinsson.
Málið urn breytingu á þingtíma
S. Finnsson lagði til að í það mál sé skipuð
fimm manna nefnd. Mrs. Svanbjörg Sveinsson
studdi tillöguna og var luin samþykt. Forseti
skipaði í þá nefnd: G. J. Jónasson, Mrs. Svan-
lijörgu Sveinsson, ólaf Pétursson, Trausta fs-
feld og Mrs. P. S. Pálsson.
Málið um hækkun á meðlimagjaldi
Séra Egill Fafnis lagði til og Mrs. P. S. Páls-
son studdi, að forseti skipi fimm menn í þá
nefnd. Samþykt. Skipaðir voru: Séra Egill
Fafnis, Mrs. Ingibjörg Pálsson, G. J. Óleson,
Mrs. B. E. Johnson og Sigurður Finnsson.
Formaður kjörbréfanefndar, séra Egill Fafn-
is skýrði frá að til þingsins væru þessir erend-
rekar nýkomnir frá “Bnúnni” i Selkirk: Mrs.
Ingibjörg Pálsson með 12 atkvæði, Mrs. K.
Goodman með 12 atkvæði, Mrs. Fríða Lyons
með 10 atkvæði og Mrs. Goodbrandson með 11
atkvæði. Einnig frá Gimli Sigurður Baldvins-
son með 20 atkvæði.
Kveðjur til þingsins
Forseti las upp bréf frá Thor Thors sendi-
herra, og frú Ágústu Thors þar sem að þau
árna þinginu og Þjóðræknisfélaginu allra
heilla og símskeyti frá Helga Briem umboðs-
manni í Svíþjóð.
Dr. Richard Beck flutti munnlega kveðjur
frá John C. West, forseta háskólans i Grand
Forks, N. D., og frá Society for Advancement
of Scandinavian Study. Einnig las ritari upp
átnaðar óskir frá þjóðræknis deildinni “Ald-
an” í Blaine, Washington.
Séra Egill Fafnis lagði til og Dr. Beck studdi,