Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 29
PRÓFESSOR RICHARD BECK:
Svipleiftur úr sumardvöl
á íslandi
Austur loftin blá
„Römm er sú taug,
er rekka dregur
föðurtúna til.“
Þessar ljóðlínur rómverska forn-
skáldsins, í snilldarþýðingu Svein-
björns Egilssonar, eru jafn sannar
nú og þegar skáldið orti þær fyrir
tvö þúsund árum. Og okkur heima-
öldum íslendingum, sem ævidvöl
eigum utan ættjarðarstranda finn-
ast þessi orð töluð beint út úr okkar
hjörtum, svo rétt og vel túlka þau
tilfinningar okkar gagnvart ætt-
landi og ættþjóð, þar sem ætternis-
og menningarræturnar standa svo
djúpt í mold.
Af því leiðir þá einnig, að það er
okkur íslands sonum og dætrum
utan stranda þess kærkomið fagn-
aðarefni og ævintýri líkast, þegar
við eigum þess kost að heimsækja
fornar slóðir. Eins og kunnugt er,
var það mitt góða hlutskipti að eiga
dvöl heima á íslandi mestan hluta
síðastliðins sumars í virðulegu boði
vina og velunnara víðs vegar um
land. Fæ ég aldrei að fullu launað
hlutaðeigendum þá sæmd, er þeir
sýndu mér með því heimboði, né
heldur höfðingsskapinn og ástúðina,
sem umfaðmaði mig alls staðar á
ferðum mínum. Eitt er víst, að
minningarnar frá þessu dásamlega
sumri á ættjörðinni mun syngja mér
í huga eins og fagurt ljóð um ókom-
in ár og hitá mér um hjartarætur.
En hverfum augnablik aftur að
sjálfri ferðinni yfir hafið. Nú ger-
ist okkur íslendingum vestan hafs,
góðu heilli, stórum auðveldara en
áður var að heimsækja ættjörðina
og frændur og vini á þeim æsku-
eða ættarslóðum, síðan beinar flug-
ferðir hófust milli New York og
Reykjavíkur, og ekki sízt fyrir
greiðar og tíðar flugferðir „Loft-
leiða“ milli íslands og Vesturálfu.
Og vissulega er það hverjum góð-
um íslendingi ánægjuefni og heil-
brigðs metnaðar að geta ferðazt
heim til ættlandsins með þeim hætti.
Það er óneitanlega yndislegt að vera
boðinn velkominn um borð í ís-
lenzka flugvél á flugvellinum í New
York af elskulegri íslenzkri flug-
freyju; mann langar helzt til að reka
að henni rembingskoss og heilsa
henni þannig að gömlum íslenzkum
sið, en velsæmistilfinningin leyfir
það eigi, enda mikið efamál, hvernig
slíkum óboðnum ástarhótum kynni
að verða tekið! Hvað sem því líður,
þá fór ágætlega um mann um borð
í „Leifi Eiríkssyni“ og ferðin fljót
austur loftin blá, farið á einum níu