Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 58
DR. STEFÁN EINARSSON:
Upplýsing eða ný-klassík
ó íslandi
Úilend áhrií —
Á átjándu öld, einkum á síðara
helmingi hennar, fór andi vísinda,
frelsis og skynsemi, sem átti upp-
tök í ritum Newtons og Lockes,
Montesquieus og Voltaires, loksins
að síast norður til íslands. Töfrar og
galdrar voru nú eigi aðeins for-
dæmdir sem örgustu hindurvitni og
hjátrú, heldur komst rétttrúnaðar-
stefnan brátt í megnustu mótsagnir
við það, sem sýndist vera eilíf lög
náttúrunnar, en allt þetta var
gott viðfangsefni skynseminnar. Enn
fremur hætti heimspekingum við
því að vilja láta lög náttúrunnar
gilda líka í mannlegum efnum;
hugðu þeir að með því að innleiða
vísindalegar og skynsamlegar að-
ferðir í félagsfræðum mundi vera
hægt að bæta mannfélög eða þjóð-
félög til mikilla muna. Samkvæmt
réttri trú var eðli manna syndum
spillt frá upphafi, því var rétttrún-
aðarmönnum hætt við að vera svart-
sýnir á mannlegt eðli. Þvert á móti
þessu trúðu hinir nýju spámenn því,
að mannlegt eðli væri í raun og
veru gott — eins og Sókrates gerði
— því þyrfti ekki annað til þess að
bæta veröldina en að kenna mönn-
um sannleikann í hverju máli og
láta þá breyta eftir honum, enda
mundi hugur þeirra þá ekki standa
til annars. Því varð fræðsla eða upp-
lýsing kjörorð tímans og ein af upp-
finningum hans gáfnaprófin, sem
tíðindi mun þykja kennurum á tutt-
ugustu öld.
Leiðiogar —
Á íslandi voru leiðtogar upplýs-
ingarstefnunnar Eggert Ólafsson
(1726-68) náttúrufræðingur og þjóð-
legt skáld; Björn Halldórsson (1724-
94) prestur í Sauðlauksdal, búnað-
arfrömuður og góðvinur Eggerts;
Jón Eiríksson (1728-87) stjórnmála-
skörungur og þjóðfélagsfræðingur,
sem í öndverðu gerðist leiðtogi
stefnunnar frá stjórnarskrifstofum
sínum í Kaupmannahöfn; Hannes
Finnsson (1739-96) biskup í Skál-
holti og alþjóðasinni; Magnús Ket-
ilsson (1732-1803) sýslumaður, tíma-
rita- og bókaútgefandi og loks
Magnús Stephensen (1762-1833) dóm-
ari í yfirrétti, mannúðlegur alþjóða-
sinni og skynsemistrúarmaður; en
auk þess bókaútgefandi, sem leiddi
stefnuna til loka hennar, sem urðu
allsár.
Þegar leiðtogar upplýsingarstefn-
unnar rufu tveggja alda einokun
„guðs orðs“ á íslandi, þá gerðu þeir
það með mikilli skæðadrífu af hag-
nýtum smáritum um það, hvernig
bændur ættu að búa og sjómenn
fiska til þess að komast af í landinu.
Þessi vísindalegu alþýðurit voru að
dómi hinna eldri leiðtoga (eins og
Jóns Eiríkssonar) gjörsamlega ó-
missandi til þess að bæta hag manna
í landinu, sem bæði var aftur úr og