Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 41
SVIPLEIFTUR ÚR SUMARDVÖL Á ÍSLANDI
23
Landið lagi undir fót
Ofanskráð fyrirsögn er auðvitað
notuð hér í táknrænni merkingu,
því að ekki ferðaðist ég “á tveimur
jafnfljótum“ neinar langleiðir heima
á ættjörðinni síðastliðið sumar, en
í öllum nútíðar farartækjum: einka-
bílum, langferðabílum, flóabátum,
og þó mest í flugvélum landshluta í
milli, því að miðað við mannfjölda
mun óhætt mega segja, að meira sé
flogið á íslandi en víðast hvar ann-
ars staðar. Og ekki má ég gleyma
jeppabílunum, sem nú eru þar á
sveitabæjum um allar jarðir og
bændum hin mestu þarfaþing, í
rauninni að miklu leyti búnir að
taka við af „þarfasta þjóninum.“
Leið mín lá um mikinn hluta
landsins, um vestanvert Suðurland,
til Vestfjarða, um Norðurland til
Austfjarða, út í Grímsey og til Vest-
mannaeyja. Og á þessum ferðum
mínum var ég yfirleitt óvenjulega
heppinn með veður; að vísu fékk ég
nokkra þoku- og rigningardaga, en
þeir hurfu með öllu í ljóma hinna
mörgu sólskinsdaga. Tign íslands,
fjölbreytt náttúrufegurð þess og
litadýrð, hló mér því við sjónum í
ríkum mæli. Á flugferðunum yfir
landið þvert og endilangt, að kalla
mátti, sá ég skírskorna ásýnd þess
brosa við augum, og þá þótti mér
mttlandið sannarlega „yfirbragðs-
mikið til að sjá“. Allt lét þetta mig
finna sterkar til djúpstæðra tengsla
minna við þetta fagra og stórbrotna
land, sem „líkist engum löndum“,
eins og Þorsteinn sagði réttilega og
snilldarlega. Og þá er ekki að undra,
þótt mynd þess meitlist ógleyman-
fega í huga sona þess og dætra og
fylgi þeim í vöku og draumi, hvar
sem þeir eiga dvöl.
Ég gæti, að verðugu, ritað langt
mál um ferðir mínar um ísland á
liðnu sumri, en rúmið leyfir það
eigi; verð ég því að láta mér nægja
að lýsa nokkru nánar ferðum mín-
um til Grímseyjar og Vestmanna-
eyja, sem voru dálítið sérstæðar.
Grímseyjarför
Yfir Grímsey hefir hvílt ævin-
týraljómi í huga mínum allt síðan
ég las og lærði söguleg ummæli Ein-
ars Þveræings um hana, er Ólafur
konungur helgi seildist eftir henni
að gjöf til forna. Hafði mér því lengi
leikið hugur á því að geta komið
þangað, og ekki sízt síðan bréf fóru
á milli okkar Magnúsar Símonarson-
ar, hreppstjóra þeirra Grímseyinga,
og hann hafði látið þá ósk í ljósi,
að ég kæmi þangað í íslandsferð
minni, ef ástæður leyfðu.
Fyrir drengilegan atbeina vina
minna á Akureyri, varð sá draumur
að veruleika. Laust fyrir hádegið þ.
7. júlí flugum við Árni Bjarnarson
bókaútgefandi, séra Pétur Sigur-
geirsson, sóknarprestur Grímsey-
inga, og Gísli Ólafsson yfirlögreglu-
þjónn til Grímseyjar með Tryggva
Helgasyni í flugvél hans. Veður var
ágætt, en hálfrar stundar flug var til
eyjarinnar. í grennd við hana var
fjöldi skipa að síld- og fiskveiðum,
og er flogið var yfir há strandberg
hennar, reis fuglamergðin þaðan í
loft upp eins og þykkt ský, svo þétt-
setin voru björgin. Greiðlega gekk
að lenda á flugvellinum á eyjunni,
og dvöldum við þar lengi dags. Þeg-
ar við fórum að svipast þar um, var
það eitt hið fyrsta, sem vakti athygli
mína, hvað grasgefin eyjan er, og
er það vitanlega fuglinum að þakka,