Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 45
SVIPLEIFTUR ÚR SUMARDVÖL Á ÍSLANDI
27
hans fagurlega ár hvert með sam-
komu á afmælisdegi hans, og margir
synir þeirra hafa borið og bera enn
nafn hans að nokkru eða öllu leyti.
Frétti ég um einn alnafna hans, sem
nú er, muni ég rétt, skipstjóri í Vest-
mannaeyjum.
Mikil ánægja var mér að því, og
terdómsríkt um margt, að koma í
Grímsey, og ég vonast til að geta
komið þangað aftur og átt þar þá
lengri dvöl.
Á Þjóðháiíð í Vestmannaeyjum
^ar sem ég hafði heimsótt Gríms-
ey> nyrztu byggð á íslandi, hefði það
1 rauninni verið móðgun að gera
syðstu byggð landsins, Vestmanna-
eyjum, ekki jafn hátt undir höfði
í þessari íslandsferð minni. Það
Varð líka auðvelt, því að Vestmann-
eyingar buðu mér sem gesti sínum
°g ræðumanni á hina árlegu Þjóð-
hátíð sína föstudaginn og laugar-
úaginn 5.-6. ágúst. Mér var það auð-
vitað einkar ljúft að þiggja það
ágasta boð.
Úg hafði að vísu á ferðum milli
Austfjarða og Reykjavíkur á skóla-
árum mínum komið á land í Vest-
mannaeyjum, en ekki átt þar neina
úvöl, svo talizt gæti. Nú bar því vel
1 veiði að kynnast eyjunum, sérstak-
iega Heimaey, og þá eigi síður Vest-
manneyingum sjálfum. Ég flaug til
®yja frá Reykjavík, en það tekur
eitthvað hálfan klukkutíma, og var
það mjög skemmtilegt, því að bjart-
viðri var. Þótti mér fagurt í Eyjum,
°g útsýnin þaðan til landsins svip-
mikil, enda var veður hið ákjósan-
egasta hátíðardagana, hreint og
heiðskírt.
Sem gömlum sjómanni þótti mér
serstaklega ánægjulegt að koma í
jafn mikla verstöð og Vestmanna-
eyjar eru, mesta verstöð landsins,
en þar berst árlega geysimikil björg
á land, og að sama skapi leggja
Vestmannaeyjar sinn mikla skerf í
þjóðarbúið. Af heilum huga ann ég
einnig íslenzkum sjómönnum, virði
þá og tel mér sóma að því að hafa
fyrr á árum um langt skeið verið
starfsbróðir þeirra. Jafnframt þekki
ég þá af eigin reynd dálítið til bar-
áttu þeirra við hafið, sem hvergi
nærri er alltaf í sólskinsskapi eins
og það var dagana minningaríku,
sem ég átti í Vestmannaeyjum í
sumar, en rís ósjaldan upp í veldi
sínu og ógnarmætti, og er þá ekki
við lambið að leika sér. Þá reynir á
snarræði, þrek og þrótt, en það hafa
Vestmanneyingar og aðrir íslenzkir
sjómenn átt og eiga enn í ríkum
mæli.
En það var Þjóðhátíð Vestmann-
eyinga, sem var tilefni heimsóknar
minnar og hámark hennar. Ég hafði
mikið og gott um hana heyrt, hlakk-
aði drjúgum til að vera þar, og varð
sannarlega ekki fyrir vonbrigðum.
Þjóðhátíð þessi á sér langa sögu og
merka, þar sem hún hefur í raun-
inni verið haldin óslitið síðan þjóð-
hátíðarárið mikla 1874. Er hún því
algerlega einstæð hvað það snertir
meðal íslenzkra héraðshátíða. Ég
fann því til þess, að ég var þar á
sögulegum stað, er ég stóð þar í
ræðustóli og horfði yfir hinn mikla
mannfjölda, en talið var að 4-5000
manns hefði sótt hátíðina, mikill
fjöldi úr Reykjavík og víðar að úr
landinu, auk heimamanna.
En Þjóðhátíð Vestmanneyinga er
einstæð að fleiru leyti heldur en
aldrinum og sögulegu samhengi, sem
sé því, að allur bærinn flytur bú-