Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 32
14
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þess að koma á framfæri kveðjum
frá frændum og vinum vestan hafs-
ins.
„Föðurland vori hálfi er hafið"
Þannig farast Erni Arnarsyni
skáldi orð í snilldarljóði, og hefir
laukrétt að mæla, því að íslenzka
þjóðin sækir enn, um annað fram,
lífsbjörg sína í hafið, og íslenzkir
sjómenn inna að sama skapi af hendi
grundvallar hlutverk í þjóðar þágu,
með því, eins og Örn skáld sagði
fagurlega í öðru kvæði, að:
„-----flytja þjóðinni auð,
sækja barninu brauð,
færa björgin í grunn undir fram-
tíðarhöll."
Það er því ekki að ófyrirsynju, að
íslenzkri sjómannastétt er helgaður
sérstakur dagur ársins, Sjómanna-
dagurinn, sem síðastliðið vor var
haldinn um land allt sunnudaginn
12. júní. Forystumenn samtaka sjó-
manna sýndu mér þann sóma að
bjóða mér að vera gestur þeirra við
hátíðahöldin í Reykjavík, sem fóru
fram í sólskini og blíðskaparveðri,
svo að ekki varð á betra kosið. Skip-
in í höfninni og mörg hús í borginni
voru fánum skreytt. Kl. 2 e. h. hóf-
ust útihátíðahöld dagsins á Austur-
velli. Séra Óskar J. Þorláksson dóm-
kirkjuprestur flutti hjartnæma
minningarræðu um sjómenn þá,
sem látizt höfðu við störf sín á ár-
inu frá síðasta Sjómannadegi, en
þeir voru 19 talsins. Sannaðist enn
sem fyrr, að jafnframt því sem Ægir
er oft stórgjöfull við strendur ís-
lands, heimtar hann líka miklar
fórnir. Að lokinni minningarræð-
unni söng Kristinn Hallsson áhrifa-
mikinn einsöng. Síðan hófust ræðu-
höld. Emil Jónsson sjávarútvegs-
málaráðherra gat þess sérstaklega
í eftirtektarverðri ræðu sinni, að
veiðiflota landsmanna hefði aldrei
bætzt jafnmikill kostur myndar-
legra báta búinna fullkomnum tækj-
um og síðastliðið ár.
Seinna um daginn fór fram kapp-
róður á Reykjavíkurhöfn og kepptu
tíu skipshafnir. Var skemmtilegt á
þann kappleik að horfa, því að kná-
lega var róið, og hló mér, gömlum
austfirzkum sjómanni, hugur í
barmi. Mikill mannfjöldi var við-
staddur öll útihátíðahöld dagsins,
sem fóru hið bezta fram og sjó-
mönnum til sæmdar.
Jafnframt því að vera viðstaddur
hátíðahöld dagsins, gafst mér tæki-
færi til að skoða hið stórmyndar-
lega og fagra Dvalarheimili aldr-
aðra sjómanna, Hrafnistu, og ræða
þar við gamla, veðurbarna sjógarpa,
sem kunnu frá mörgu að segja. Mun
löng leit að jafn prýðilegu sjómanna-
heimili og Hrafnista er að öllu leyti.
Var mér heimsóknin þangað einnig
sérstaklega kærkomin, vegna þess
að við hjónin höfðum verið gestir
við hornsteinslagningu þessa glæsi-
lega dvalarheimilis fyrir sex árum.
Af sjónarhóli 40 ára stúdents
Einn af allra ánægjulegustu at-
burðunum í íslandsferð minni var
það, að mér gafst kostur á að halda
hátíðlegt með samstúdentum mínum
frá 1920 fjörutíu ára stúdentsafmæli
okkar. Eins og venja er til á slíkum
tímamótum vorum við skólasystkin-
in viðstödd uppsögn Menntaskólans
þ. 15. júní, en hún fór fram nú sem
áður í hátíðarsal skólans, hinum
sögufræga þjóðfundarsal frá 1851, er