Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 98

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 98
Fertugasta og fyrsta ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi Fyrsli fundur fertugasta og fyrsta ársþings Þjóð- ræknisfélags íslendinga í Vesturheimi var settur af forseta félagsins, dr. Richard Beck, í Góðtemplarahúsinu við Sargentstræti, mánud. 22. febrúar, kl. 10 f. h. Ritari las áætlaða dagskrá þingsins, en dr. Valdimar J. Eylands stjórnaði guðræknisstund og flutti bæn. Sungnir voru sálmarnir „Lofið vorn drottin“ og ,,Á hendur fel þú honum“. Frú Louisa Gíslason lék undir á píanó. Að því búnu flutti forseti ársskýrslu sína. Ársskýrsla forsela Góðir fslendingar, háttvirtu fulltrúar og gestir! Upphafsmálsgreinin í stefnskrá félags vors leggur, eins og vera ber, áherzluna á þegnskap vorn í hérlendu þjóðlífi, en öll óskum vér þess vafalaust, að skerfur vor til hérlendrar menningar megi verða sem veglegastur og varanlegastur. En vér eigum þegnrétt í öðrum og víðtækari skilningi. öll eigum vér, sem íslenzkt blóð rennur í æðum, þegnrétt í hinu íslenzka ríki andans. Það ríki á sér langan aldur, því að það er meir en þúsund ára gamalt. Það nær frá sígild- um fornkvæðum vorum fram til snilld- arverka íslenzkra samtíðarskálda, og tekur yfir íslenzka andlega iðju og afrek milli þeirra endimarka. Víðlent er það ríki því óneitanlega og fjölskrúðugt að andans gróðri. Hvað merkilegast er samt hið órofna samhengi í tungu vorri og bókmenntum, er lýsir sér meðal annars í því að Egill Skallagrímsson og séra Matthías Jochumsson geta skipzt á hend- ingum yfir djúp níu alda. Réttilega og vel komst Snorri Hjartar- son skáld að orði, er hann sagði í blaða- viðtali fyrir fáum árum síðan: „Hugsaðu þér bara, hvað það er dásamlegt að geta lesið meir en þúsund ára gömul kvæði á sínu eigin máli. Það eru ómetanleg for- réttindi." (Morgunblaðið, 2. febr. 1957). Á sama streng slær Snorri í merkilegu kvæði ,er hann segir: Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé. Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein, í dögun þeirri er líkn og stormahlé og sókn og vaka: einnig hörð og hrein, þú heimtar trúnað, spyr hver efnd mín sé. Þessi orð taka vitanlega sérstaklega til allra þeirra, sem ólust upp við ís- lenzkt mál og menningaráhrif, hvoru megin hafsins sem var; en í þessum alvöruþrungnu ummælum skáldsins felst einnig sterk áminning um trúnaðinn við menningarerfðir vorar. Nú kunna sum- ir að segja, að vér fslendingar séum ekki óhlutdrægir dómarar um gildi bók- mennta vorra og annarra erfða, að vér gerum of mikið úr þeim, sjáum þær í rómantísku ljósi þjóðernislegs metnaðar. En þá er því til að svara, að fyrir hendi eru dómar fjölmargra erlendra fræði- manna og annarra andans manna um bókmenntir vorar og aðrar erfðir. Ég tek aðeins nýjasta og nærtækasta dæmi þess, sem mér er kunnugt um. Prófessor Ian Ramsay Maxwell, for- seti enskudeildar háskólans í Melbourne í Ástralíu, dvaldi á íslandi níu mánuði síðastliðið ár. Hvers vegna fór þessi ástralski fræðimaður „hálfan hnöttinn kring“ til íslandsdvalar? Hann svaraði því sjálfur á þessa leið í viðtali við Morgunblaðið 13. okt. síðastliðinn: „Það, sem dró mig þessa löngu leið um hálfan heiminn, var ást mín og að- dáun á íslendingasögunum. Og þetta er í annað skipti, sem ég kem til íslands. Ég dvaldist hér í einn mánuð sumarið 1952. Nærri þrjátíu ár eru liðin, síðan ég fór að lesa íslendingasögurnar. Þær eru fegurstu bókmenntirnar, sem ég hef les- ið á fullorðinsárum mínum. Ég las fyrst enskar þýðingar og kom varla til hugar, að ég gæti farið að læra íslenzku, en eftir fyrri heimsóknina til íslands, fór ég inn á þá braut og sé ekki eftir því, því að þá fyrst kemst maður í snertingu við hið lifandi, tæra mál þeirra.“ Prófessor Maxwell sagði enn fremur: „fslendingasögurnar eru mér lýsandi dæmi um það, hvernig enskan hefði get-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.