Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 59
UPPLÝSING EÐA NÝ-KLASSÍK Á ÍSLANDI
41
plágum riðið. Og þessar alþýðlegu
vísindabækur héldu velli til loka
tímabilsins. En síðar reyndu tveir
mestu leiðtogarnir að innleiða heim-
speki upplýsingarinnar í ritum sín-
um: Hannes Finnsson í Kvöldvök-
unum I-II (1796-97) og Magnús
Stephensen í Vinagleði I (1797).
Bæði þessi rit voru vel skrifaðar
blendings-syrpur með dýra- og
dæmisögum, þjóðsögum og æfintýr-
um, spakmælum, samtölum og smá-
leikritum, greinum eða hugunum
(essays) um náttúruvísindi, landa-
frseði, mannfræði og sögu — allt til
þess að sanna guðspjall upplýsing-
arstefnunnar, sem var að skýra vegi
guðs — oft guðs 1 náttúrunni — eins
°g þeir kæmu fram við menn. Flest
af þessu hefur sennilega verið þýtt,
eins og tvær siðbætandi sögur, con-
tes moreaux, eftir Marmontel í Vina-
gleði.
Tímarii og bókmenniafélög —
Eyrstu bókmenntafélögin og fyrstu
tímaritin eru frá þessum tíma.
Ósýnilega félagið (1760) gaf út Kon-
ungsskuggsjá 1768. Nýja prentsmiðj-
an í Hrappsey gaf út fyrsta tíma-
ritið á dönsku, Islandske Maaneds
Tidender (1773-76), mánaðartíðindi,
gefin út af Magnúsi Ketilssyni.
Næst var árbók gefin út af Hinu
íslenzka Lærdómslistafélagi (1779-
1796) undir handleiðslu Jóns Eiríks-
sonar. Eftir hans daga tók við Hið
íslenzka Landsuppfræðingarfélag
(1794-1827) undir stjórn Magnúsar
Stephensen, og gaf það út bæði ár-
bók um erlend tíðindi og síðar mán-
aðartíðindi. Mörk og mið Jóns
Eiríkssonar voru því nær eingöngu
hagnýt, en Magnús Stephensen hefði
líka gjarnan viljað kenna löndum
sínum franskan smekk og innræta
þeim franskan anda (esprit), en ár-
angurinn varð lélegur, því sjálfur
ritaði hann allt annað en smekk-
legt mál. Hið íslenzka bókmennta-
félag var stofnað af danska mál-
fræðingnum Rasmus Chr. Rask
(1787-1832) í Reykjavík og Kaup-
mannahöfn árið 1816 til þess að
vernda íslenzka tungu og prenta ís-
lenzkar bókmenntir að fornu og
nýju. Sjálfur skildi Rask þótt mál-
fræðingur væri betur en flestir ís-
lendingar á þeim dögum gildi ís-
lenzkra fornbókmennta. Vegna þjóð-
rækni félagsins tóku menn róman-
tísku stefnunnar félagið upp á sína
arma; það er enn við lýði og tíma-
rit þess Skírnir (1827-) elzt tíma-
rita á Norðurlöndum. Vaxandi áhugi
á íslenzkum fornritum leiddi til
stofnunar Hins norræna fornritafé-
lags (Det nordiske Oldskrift-Sel-
skab) 1825 í Kaupmannahöfn, en það
hefur verið eitt hið merkasta út-
gáfufélag íslenzkra fræða utan ís-
lands; það var stofnað af C. C. Rafn
(1795-1864); það prentaði fornaldar-
sögur og konungasögur.
íslenzk fræði —
í samanburði við hin sögulegu
grísku-rómversku eða hin klassisku
fræði endurreisnaraldar voru fræði
uppfræðingaraldar fyrst og fremst
vaxandi raunvísindi eða náttúru- á
mörgum sviðum, og náðu þau hæst-
um blóma á íslandi í Ferðabók eða
íslandslýsingu þeirra Eggerts Ól-
afssonar og Bjarna Pálssonar. En
þótt alþýðleg vísendi sæti enn í fyr-
irrúmi um prentun, þá var hinn rót-
gróni áhugi á fornum íslenzkum