Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 93
mannalát
75
14. Dr. Alice J. Hayes (Steinunn Jo-
hannesdóttir), í Los Angeles, Kaliforníu.
Fædd að Eystra-Miðfelli á Hvalfjarðar-
strönd 20. janúar 1870. Foreldrar_ Jó-
hannes Jónsson og Ellisef Helgadóttir.
Kom til Ameríku 1884. í meir en 40 ár
trúboðsprestur og læknir í Kína.
18. Grímur Jóhannson, forstj. Rjóma-
bús bænda í Ashern, Man., á Siglunes-
sjúkrahúsi. Fæddur 17. júní 1902. For-
eldrar: Guðmundur Jóhannesson og
Kristveig Grímsdóttir, ættuð úr Norður-
Múlasýslu, og fluttist hann ársgamall
með þeim vestur um haf. Tók mikinn
þátt í bæjarmálum.
19. Reynold H. L. B. Gíslason, í Lock-
Port, Man., 58 ára. Kom af íslandi til
Kanada barn að aldri.
20. Steinunn Eirickson, á Grace sjúkra-
húsinu í Winnipeg, níræð að aldri. Hafði
átt heima að Lundar, Man., síðan 1891.
21. Ragnar Á. Stefánsson, á sjúkra-
húsi í Winnipeg. Fæddur í Lækjakoti í
Víðidal í Húnavatnssýslu 12. ágúst 1888.
Foreldrar: Stefán Þorsteinsson og Ásta
Margrét Jónsdóttir. Fluttist til Kanada
1913 og dvaldist lengstum í Winnipeg.
Átti árum sgrnan sæti í stjórnarnefnd
Þjóðræknisfélags fslendinga í Vestur-
heimi. Kunnur leikari og upplesari.
22. Jón Jónsson smiður, í Selkirk,
Man. Fæddur að Hrísum í Víðidal 1
Húnavatnssýslu 10. júlí 1877. Foreldrar:
Jón Daníelsson og Guðrún Jónsdóttir.
Kom til Vesturheims 1901.
29. Árni Brandson smiður, frá Hnaus-
wn, Man., á King George sjúkrahúsinu
1 Winnipeg, 68 ára að aldri. Áhugamaður
um íslenzk félags- og menningarmál.
30. Vilborg Frederickson, ekkja Ol-
geirs Frederickson, frumherja í Argyle-
byggð, á heimili sínu í Winnipeg. Fædd
22. ágúst 1868 á Stóra-Bakka í Hroars-
tungu í Norður-Múlasýslu. Foreldrar:
Vigfús Jónsson og Hildur Halldórsdott-
>r. Kom til Ameríku árið 1876.
APRÍL 1960
2. Guðrún Samson, ekkja Samsonar J.
Samson fyrrum lögregluþjóns, á heimili
sinu í Winnipeg. Fædd að Grund í
grennd við Riverton, Man. 12. júlí 1878.
Foreldrar: Jón landnámsmaður Björns-
son frá Borg í Skriðdal og Margrét kona
hans, frá Fossgerði í Eiðaþinghá, er
fluttu vestur um haf árið 1876.
, 3. Guðmundur Helgason, á sjúkrahúsi
1 Winnipeg. Fæddur 16. marz 1868 a
Innri-Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd.
Foreldrar: Helgi Gunnlaugsson og Her-
nis Hannesdóttir. Kom vestur um haf
1887 og nam land í Nýja fslandi 1894
og bjó þar fram á efri ár.
5. Hjörtur Hjaltalín frá Mountain N.
Dak., á sjúkrahúsi í Winnipeg. Fæddur
7. júlí 1870 að Kampfelli í Eyjafirði.
Foreldrar: Trausti Ingimundarson og
Guðbjörg Þorsteinsdóttir. Fluttist af fs-
landi til Kanada 1882, en stuttu síðar til
Mountain og átti þar síðan heima, að
nokkrum árum undanteknum. Áhuga-
maður mikill um þjóðræknismál.
7. Guðmundur Peter Goodman, að
heimili sínu í Winnipeg. Fæddur 21.
sept. 1896 þar í borg. Foreldrar: Krist-
inn Guðmundsson frá Kalastaðakoti og
Sigurbjörg Jónsdóttir frá Ferstiklu.
12. Carl Jónas Gunnarson, í Palm
Springs, Kaliforníu. Fæddur í Saskatch-
ewan 1. jan. 1917 og bjó þar þangað
til hann fluttist til Vancouver, B.C.,
1942, en til Kaliforníu fyrir þrem árum.
16. Norma Sigríður Knowles, í Van-
couver, B.C. Fædd 11. marz 1920 í Win-
nipegosis, Man. Foreldrar: Óskar og
Petronella Frederickson.
22. Jóhann Gíslason smiður, að heim-
ili sínu á Lundar, Man. Fæddur 18.
ágúst 1881, en fluttist barnungur vestur
um haf með foreldrum sínum, og hafði
verið búsettur að Lundar óslitið síðan
1894. Þjóðhagi og kunnur sem uppfinn-
ingamaður.
MAÍ 1960
4 Jón Jónsson Hördal landnámsmað-
ur, að Lundar, Man., 89 ára að aldri. For-
eldrar: Jón Sveinbjarnarson frá Hóli í
Hörðudal í Dalasýslu og Halldóra Bald-
vinsdóttir frá Víðidal í Húnavatnssýslu.
Nam land í grennd við Lundar árið
1902. Þjóðkunnur kappgöngumaður á
fyrri árum.
5. Brynjólfur og Harold Jones, drukkn-
uðu milli Mikleyjar og lands í Winnipeg-
vatni. Báðir fæddir og uppaldir í Mikl-
ey, Brynjólfur 10. febr. 1918 og Harold
9. des. 1931. Foreldrar: Þorbergur og
Ánna Jones, sem búið hafa í Mikley
um hálfrar aldar skeið og eru afkom-
endur íslenzkra frumbyggja þar.
7. Guðbjörg Kristjana Leeuw, í Pitts-
burg, Kaliforníu. Fædd í Mikley í ágúst
1900, dóttir landnámshjónanna Krist-
mundar Jónssonar og Kristjönu Thor-
steinsdóttur, er fluttu vestur um haf
og námu land í Mikley 1893.
10. Hólmfríður Anna Hanson, kona
Jóhanns Hanson, í Vancouver, B.C., 63
ára gömul. (Um ætt hennar, sjá dánar-
fregn Ágústs Líndal bróður hennar, 7.
des. 1959, hér að framan).