Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 110
92
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Ársskýrsla þjóðræknisdeildarinnar
„Siröndin" í Vancouver
Aðalfundur „Strandar“ var haldinn 14.
janúar 1959 í neðri sal lútersku kirkj-
unnar í Vancouver. Þar fór fram stjórn-
arkosning fyrir árið 1959, og lagðar voru
fram skýrslur um starfsemi félagsins á
liðnu ári. Enn fremur voru kosnir endur-
skoðendur og fulltrúar í heimilisnefnd
„Hafnar“ og í Scandinavian Central
Committee.
Stjórn og varastjórn 1959:
Geir Jón Helgason, forseti
Helgi H. Zöega, féhirðir
Séra E. S. Brynjólfsson, ritari
Þórður Teitsson, fjármálaritari
Stefán Eymundsson, varaforseti
Gunnbjörn Stefánsson, vararitari
Snorri Gunnarsson og
Óli Anderson, endurskoðendur
Dr. E. J. Friðleifsson og
O. Thornton, fulltrúar í Scandinavian
Central Committee
Gunnlaugur Gíslason, fulltrúi í heim-
ilisnefnd „Hafnar".
Á fundinum var enn fremur rætt um
starfsemi félagsins á nýbyrjuðu ári.
Nokkrir almennir félags- og skemmti-
fundir voru haldnir á árinu, og voru
flestir þeirra vel sóttir og sumir ágæt-
lega. Á þessum fundum voru sýndar
kvikmyndir og skuggamyndir í litum,
sem forseti og hr. Sigurður Hannesson
höfðu með sér frá íslandi.
Samkomur voru haldnar sumardaginn
fyrsta og 17. júní, þar sem fram fóru
ræðuhöld, upplestur og söngur. Enn
fremur annaðist „Ströndin" um sam-
komu, þar sem frú Jakobína Johnson í
Seattle sagði frá ferð sinni og dvöl á
íslandi síðastliðið sumar, og las hún upp
úr ljóðum sínum frumsömdum og þýdd-
um.
Á almennum félagsfundi 1. des. flutti
séra Halldór Kolbeins sóknarprestur í
Vestmannaeyjum erindi, er hann kall-
aði „Tungan og hamingjan". Hafði hann
nokkru áður flutt ávarp og kveðjur frá
íslandi. Félagið stóð fyrir almennum
dansleik með skemmtiatriðum 19. júní,
og var sá dansleikur fjölsóttur og tókst
vel. Hlutaveltu með dansi hélt félagið
á árinu. Til hennar gáfu verzlanir og
einstaklingar góðar gjafir, og gaf hluta-
veltan talsvert góðar tekjur.
Á öllum félags- og skemmtisamkom-
um voru rausnarlegar veitingar bornar
fram af félagskonum.
Ströndin gaf lútersku kirkjunni ís-
lenzku í Vancouver $50.00 í jólagjöf og
íslenzka elliheimilinu í Höfn sömu upp-
hæð.
Allir félags- og skemmtifundir, að
undanteknum dansleiknum og hluta-
veltunni, voru haldnir í neðri sal ís-
lenzku kirkjunnar lútersku.
Stjórnarnefnd félagsins hélt nokkra
fundi með sér á árinu á heimili forseta,
að einum fundi undanteknum, er hald-
inn var á heimili varaforseta. Var þar
margt rætt um starfsemi félagsins, með-
al annars um þá brýnu nauðsyn, að fé-
lagið eignaðist sitt eigið samkomuhús
til félagsstarfseminnar. Stjórnarnefndar-
menn mættu ágætlega á nefndarfundum.
Allmargir nýir meðlimir bættust við
á árinu, og sýnir það gróanda og vöxt
innan félagsins.
Bókasafn, sem hefir að geyma 500 ein-
tök, er í eign félagsins, og er það tals-
vert notað.
Stjórnarnefnd 1960 er sem hér segir:
G. J. Helgason, forseti
S. Eymundsson, varaforseti
G. Stefánsson skrifari
N. Bergman, varaskrifari
H. Zöega, féhirðir
R. Rasmundsson, varaféhirðir
G. Friðriksson, auglýsingastjóri.
f skemmtinefnd eru G. Björnsson og
O. Leifsson, og yfirskoðunarmenn eru S.
Hannesson og S. Gunnarsson.
Geir Jón Helgason,
forseti
E. S. Brynjólfsson.
skrifari.
Fjárhagsskýrsla þjóðræknisdeildarinnar
„Siröndin" 1959
Tekjur samtals .............. $748.87
Útgjöld samtals ............. $468.18
í sjóði ..................... $280.69
Virðingarfyllst,
Helgi Zöega
Yfirskoðað og rétt fundið,
Snorri Gunnarsson, O. Anderson.
Flutningsmaður gerði að tillögu sinni,
að skýrslurnar yrðu samþykktar, og var
svo gert þegar.
Ritari flutti þessu næst ársskýrslu
þjóðræknisdeildarinnar „Brúin“ í Sel-
kirk.
Ársskýrsla deildarinnar
„Brúin" í Selkirk 1959
Ársskýrsla deildarinnar er ekki löng
að þessu sinni. Á árinu hafa verið haldn-
ir fimm fundir, allir fremur vel sóttir.
Við höfum haldið tvær samkomur, tom-
bólu og „Whist Drive“, og voru þessar
samkomur vel sóttar.
Við misstum tvær gamlar og góðar