Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 64
46
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ingarverðmæta, sem átti sér enga
hliðstæðu frá því á dögum siðabótar-
sálmanna, þótt sagan endurtæki sig
í þýðingum nítjándu og tuttugustu
aldar. Þýdd voru ensku skáldin Mil-
ton, Pope og Thomsen; norsku
skáldin Tullin og Wessel, dönsku
skáldin Ewald og Baggesen, þýzku
skáldin Gellert og Klopstock. Sumt
af kvæðunum var þýtt með dönsk-
um milliliðum; (svo „Tilraun“ Popes
í þýðingu Jóns Þorlákssonar), en
væri þýtt úr frummálum var frum-
háttum venjulega fylgt, nema hið ís-
lenzka fornyrðislag væri notað, en
það var svo notað til að þýða hin
heimspekilegu kvæði Popes („Must-
eri mannorðsins“, þýðing eftir Bene-
dikt Gröndal, „Árstíðirnar“, þýðing
eftir Magnús Stephensen), náttúru-
kvæði Thomsens, og hin miklu
sagnakvæði Miltons og Klopstocks.
Þetta voru fyrstu hetjusagnakvæði
á íslandi, þýdd á sameiginlegan hátt
Bjólfskviðu og Eddu-kvæða og hefðu
sennilega látið hinum fornenska
Cædmon og hinum fornsaxneska
höfundi Heliand kviðu kunnugleg í
eyrum, ef þeir hefðu getað hlustað
frá hinum kristna himni sínum, eða
risið úr gröf sinni. Heimspekisflug
sumra þessara kvæða var hvergi að
finna í íslenzkum skáldskap utan
þeirra, en vera má að þau ásamt há-
stemmdri grein Magnúsar Stephen-
sens um dýrð stjörnuhiminsins
hafi ýtt undir Björn Gunnlaugsson
(1788-1876), stærðfræðing og land-
fræðing, til að yrkja heimspekikvæði
sitt Njólu (1842).
Það var engin tilviljun, að norska
skáldið Tullin, sem fyrst var þýdd-
ur, skyldi draga í stélfjöðrum sínum
ensku skáldin Pope og Thomsen, því
hann hafði orðið fyrstur til að kynna
þessa ensku frjálshyggjumenn og
náttúrudýrkendur Norðmönnum og
Dönum — en eftir það komu dansk-
ar þýðingar af Pope, Young og Mil-
ton. En Norðmennirnir Holberg,
Tullin og Wessel voru meðtækilegri
fyrir ensk og frönsk áhrif en Danir,
sem eins og fyrri daginn voru allir
í Þjóðverjum. Þannig dýrkuðu Dan-
ir Klopstock svo mjög, að þeir buðu
honum að búa í Danmörku (1751).
Og dæmisögur Gellerts í ljóðum
voru eins vinsælar í Danmörku og
þær voru hjá Jóni Þorlákssyni. Af
dönsku skáldunum sjálfum voru
engir þýddir jafnmikið á íslandi og
„útlendingarnir“, ef til vill af því
að þeir voru íslendingum auðskild-
ari og auðveldara að ná í rit þeirra.
Samt er ekki á það að ætla. Wessel
hafði töluverð áhrif á samtímamann
sinn Sigurð Pétursson, Baggesen á
Sigurð Breiðfjörð. Nálægt enda
tímabilsins fór Anakreon Norður-
landa, K. M. Bellmann (1740-95) að
hafa töluverð áhrif á Sigurð Péturs-
son. En „Gamli Nói“ var þýddur
annaðhvort af séra Eiríki Brynjólfs-
syni (1720-83), presti í Miðdal (syni
séra Brynjólfs Halldórssonar prests
á Kirkjubæ, Tungu) eða af séra
Eiríki Bjarnasyni (1704-91), sem
flosnaði upp frá prestsstörfum á
Þvottá 1 Álftafirði 1755, en var síð-
ast prestur í Hvalsnessþingum við
Hafnarfjörð. Svo segja Æviskrár.
Þegar greinar-(essay)-formið er-
lendis breiddi sig eigi aðeins í lausu
máli, heldur einnig í skáldskap,
hlaut það að berast til íslands og
þá auðvitað fyrst í tímaritunum,
sem nú voru að spretta úr grasi. Nú
var Magnús Stephensen útgefandi
þeirra og hafði hann því allra manna
bezta aðstöðu til að skrifa greinar,