Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 28
10
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Þið hafið andstæðum
af að segja,
heljarátökum
elds og klaka,
náttúruöflum
sem uppreisn gera
mót sjálfum sér
og sigra hvert annað.
Sama fer fram
í sálum manna,
í sálum þeirra
eru sömu öflin,
hvorki ill né góð
í eðli sínu,
manni jafnhæf
til hagnýtingar
og honum þau eru
til hermdarverka.
1 andans heimi
verður allt að byrja,
breytast tóntegund
í tímans lagi,
hefjast með forspili
Heimdalar lúðurs
og hörpu Orfeifs
fyrir æðri hljómlist.
Söngsins almætti
orkar hughvarfi,
hefur veg og völd
yfir veðuráttu
og árstíðum öllum
í andans heimi,
þar hljómsprotinn verður
að veldissprota.
Valdi hughvarfi
ykkar hljómtöfrar!
stöðvið rangstreymi
með raddsöngum,
varnið eldhrauni,
að vatni þurrkuðu,
andans árfarveg
í að renna.
Varnið með eldmessu
ykkar söngradda
skæðum skeiðandi
Skaftáreldum
og eldhrauni
yfir að ljúka
allra heims þjóða
helgidóma.
Á ykkur heitið
er og skorað
að þið afreksverk
örðug vinnið,
öðrum ofvaxin,
og á það minntir
að þið hafið afreksverk
þegar unnið.
Komið heilir
þið heiðursgestir,
friðsemjandi,
frelsi boðandi
undirokuðum,
áníddum,
þjóðum þeldökkum
og þjóðum hvítum.
Farið heilir
um heim allan,
Sólarlands friðar
sendiboðar,
land úr landi,
lög syngjandi.
Sveimið þið svanir
yfir sálarvötnum.
Hefji hljómgrunnar,
hugir og munnar
fslands söngva alla
að endurkalla;
hlymji hljómskáli
af hjartans bergmáli
með heilu þakklæti
fyrir hæsta verðmæti.