Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 68

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 68
DR. J. P. PÁLSSON: Gimliför mín OPIÐ BRÉF TIL GAMAL-GÓÐKUNNINGJA I. Mín elskanlegu: Einungis fyrir vinsamleg tilmæli ykkar er eftirfarandi fantasía skrif- uð og látin á þrykk út ganga. Hljót- ist illt af, eruð þið „með í synd- inni“. Málefnið, til umræðu, settuð þið mér í sjálfsvald, og er ég ykkur þakklátur fyrir; því, í vali þess skal varlega farið. Um sjálfstæðar, rök- studdar skoðanir er ekki að ræða. Þær valda misklíð og þrætum og rjúfa friðinn; en hann þrá menn- irnir nú framar öllum öðrum guðs- gjöfum. Kemur öllum stjórnvitring- um lýðræðisins saman um, að allir, sem frelsinu unna og elska friðinn, verði að mæla einum munni það, sem aðrir mæla; og þó það kosti nokkra sérvitringa og egghöfða sál og samvizku, sé það lítilvæg fórn góðu málefni, ef miðað er við fjár- framlög til A- og H-sprengja og sannleiksdollara. Má svo heita, að speki þessi sé löggilt siðaboð; og hver sem það brýtur á makkarþýfið á fæti. Ekki mun sammælissiðboðið taka út fyrir svæði ins veraldlega. Inn- an þess vébanda er vit mannsins, reynsla og þekking hans á raun- verunni. Á þessu hafa gæzlumenn siðboðsins vakandi auga. Hins vegar er lítið eftirlit haft á mannssálinni í inum andlega heimi. Að hún haldi sig þar, er aðalatriðið og má ralla eftir vild, laus hafta og helsis jarð- neskrar skynjunar og skilnings; því þar er hvorki tími né rúm. Þar er vitleysan vit, og vanþekkingin speki. Þar finna þeir einir in hinztu rök, sem ekkert þekkja til náttúruvís- inda: greinargerð og lokaskýringu á sköpun heimsins gefa þeir einir, sem aldrei námu stjörnu- og jarð- fræði; og algert óvit á líffræði og öðrum greinum þar að lútandi, er aðalskilyrðið fyrir fullkominni þekk- ingu á upprisu holdsins og eilífu lífi með ameni og öllu saman. Að svo mæltu vona ég, að ykkur skiljist hvers vegna ég kýs inn andlega heim til skriflegra umsvifa, og vel það efni til umræðu, sem ég ber ekkert skynbragð á, og ku til- heyra andlegum málum, sem sé myndlist. Ekki er nú sálarþrekið meira en það, að einsamall treysti ég mér ekki út í ómæli andans. Er varla draugrænn, hvað þá meira. Bið ykkur því, nei, býð ykkur, að slást í förina og standa með mér, meðan á fantasíunni stendur. Fyrir ykkur bóka ég hana og álít sanngjarnt, að þið leggið þar eitthvað til. Hugsa mér að krydda spjallið með athug- unum ykkar og upphrópunum, reyn- ist þær sæmilega vitlausar. Því miður mun ég ekki ætíð fara orð- rétt með. Ráða því eðlileg elliglöp; og eru þau in gildasta afsökun. Fyr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.