Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 96
78
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
í Winnipeg. Meðal barna hennar er séra
Philip M. Pétursson í Winnipeg.
25. Jóhanna Kristjana Oddson, að
heimili sínu í Winnipeg, 65 ára gömul.
Fædd í Reykjavík, en fluttist ung vestur
um haf og ólst upp í Árborg, Man.
OKTÓBER 1960
6. Miss Friðmunda Sigurlaug Christie,
á heimili sínu í Winnipeg, 82 ára að aldri.
Fædd á íslandi, en hafði átt heima í
Winnipeg í 61 ár.
7. Halldór Baldwin, að heimili sínu í
Winnipeg, 72 ára gamall. Fæddur að
Baldur, Man., en átti heima í Winnipeg
síðastliðin 54 ár. Stundaði lengi úrsmíði
og skartmunagerð.
9. Thorunn Hjaltason, ekkja Magnúsar
Hjaltasonar læknis, á heimili sínu í Win-
nipeg. Fædd á íslandi, en fluttist til
Manitoba 1901 og var búsett í Winnipeg
25 ár.
13. Jóhanna Guðrún Skaptason, ekkja
Jóseps B. Skaptasonar, á heimili sínu í
Winnipeg. Fædd 16. marz 1878 að Skóg-
um, frumbýli, sem foreldrar hennar
reistu í Kjalvík, skammt suður af Gimli,
Man. Foreldrar: Símon Símonarson frá
Gönguskörðum í Skagafirði og Valdís
Guðmundsdóttir, ættuð frá Ytri-Kross-
um í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Mikil
forystukona í félagsmálum.
18. Guðmundur A. Stefánsson múrari,
á sjúkrahúsi í Winnipeg. Fæddur í
Reykjavík 7. júlí 1885. Foreldrar: Stefán
Egilsson múrari og Sesselja Sigvalda-
dóttir ljósmóðir. Fluttist vestur um haf
1911, og hafði átt heima í Winnipeg í
nærri 40 ár. Þjóðkunnur íþróttamaður,
Glímukóngur fslands á sínum tíma, og
áhugamaður um félags- og menningar-
mál.
19. Ellis V. Johnson frá Point Roberts,
á sjúkrahúsi í Bellingham, Wash. Fædd-
ur 27. marz 1891. Foreldrar: Jón Sig-
valdason frá Bóndastöðum í Hjaltastaða-
þinghá og Sigríður Sæmundardóttir frá
Krossavík í Vopnafirði. Kom vestur um
haf með foreldrum sínum árs gamall.
24. Ingibjörg Thordarson, ekkja Gríms
Thordarson, eins af frumbyggjum Garð-
arbyggðar í N. Dakota, á heimili dóttur
sinnar, dr. Solveigar Gíslason , St. Peter,
Minnesota. Fædd 23. apríl 1861 að Hrís-
um í Helgafellssveit í Snæfellsnessýslu.
Foreldrar: Snæbjörn Hannesson og Sol-
veig Guðmundsdóttir. Kom til Ameríku
með foreldrum sínum 1883, en þau sett-
ust nokkrum árum síðar að í Garðar-
byggð. Meðal barna hennar er prófessor
Thordur W. Thordarson við Landbúnað-
arháskólann í Fargo, N. Dak.
NÓVEMBER 1960
5. Jóhann (Joe) Eiríkur Peterson, á
sjúkrahúsi í Cavalier, N. Dakota. Fædd-
ur 18. júlí 1901. Foreldrar: Eiríkur Peter-
son og Kristbjörg Jóhannsson. Búsettur
í Cavalier síðan 1934. Áhugamaður um
félagsmál og forystumaður í bænda-
samtökum (Farmers Union) í Pembina
County; forstjóri deildar þess félags-
skapar í Cavalier undanfarin 25 ár.
7. Kristján (Chris) Helgason, að heim-
ili sínu í Winnipeg, 65 ára að aldri.
Fæddur þar í borg, sonur Sigurbjörns
O. G. Helgasonar, ættaðs úr Norður-
Múlasýslu, og Oddnýjar Sveinsdóttur,
ættaðrar úr Húnaþingi, bæði látin.
10. Sigurveig Vopni, frá Kandahar,
Sask., 74 ára gömul.
18. Séra Eyjólfur J. Melan, að heimili
sínu í Argyle-byggð, Man. Fæddur 2.
jan. 1890 að Sléttu í Reyðarfirði. For-
eldrar: Jónas Eyjólfsson og Sigurlín
Guðnadóttir. Fluttist vestur um haf 1922
og þjónaði Sambandssöfnuðum á ýms-
um stöðum í Nýja íslandi og einnig að
Lundar, Man. Um skeið forseti Hins sam-
einaða kirkjufélags fslendinga í Norður-
Ameríku. Þjóðhaga smiður og skáld gott.
20. Miss Lilja Olson, að heimili sínu
í Selkirk, Man., 59 ára að aldri.
21. Bjarni Vigfússon, bóndi og smiður,
að heimili sínu í Riverton, Man., 72 ára
gamall. Fæddur í Mikley, sonur Vigfús-
ar Bjarnasonar og Guðrúnar ólafsdóttur
úr Hrunamannahreppi í Árnessýslu, er
lengi bjuggu í Howardville, Man.
22. Þorsteinn Guðnason (Goodman), á
heimili sínu í Winnipeg, 89 ára gamall.
Fluttist vestur um haf skömmu eftir
aldamótin og var í tuttugu ár búsettur
við Ashern og Oak View, Man.
24. Anna Jónína Björnson, ekkja fvars
Björnson, á Elliheimilinu „Betel“ að
Gimli, Man., 92 ára að aldri. Áður bú-
sett í Winnipeg.
25. Ralph Lárus Sigurdson, í bílslysi
nálægt Austin, Man., 24 ára gamall.
Fæddur og uppalinn í Riverton, Man.,
sonur S. V. Sigurdson og konu hans.
25. Hjörtur Lárusson hljómlistarfræð-
ingur, í Minneapolis, Minn. Átti fyrrum
heima í Winnipeg og stofnaði þar fyrir
aldamótin fyrsta Winnipeg Civic Band.
Fæddur 14. nóv. 1874 í Ferjukoti í Borg-
arfirði syðra.
Nóv. — Benedict (Bennie) Sólmund-
son, drukknaði við fiskiveiðar norður á
Winnipegvatni, fertugur að aldri, sonur
Guðmundar Sólmundssonar á Gimli,
Man.